Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en að öðru leyti virðist hafa verið nokkuð tíðindalítið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þessa nóttina.
Tilkynnt var um rafhlaupahjólaslys í miðbænum skömmu eftir miðnætti en þar hafði einstaklingur fallið af hjóli og var með áverka í andliti. Einstaklingurinn fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.
Þá voru fjórar bifreiðar stöðvaðar í miðbænum og hlíðahverfi þar sem ökumenn voru grunaðir um ölvunarakstur.