„Fullmikið drama miðað við það sem ég sagði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 10:00 Damir kveðst ekki hafa verið með dónaskap við leikmenn Podgorica. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, kveðst ekki hafa verið með mikinn dónaskap við leikmenn Buducnest Podgorica frá Svartfjallalandi eftir 2-0 sigur Blika á liðinu á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld. Hann hlakkar til síðari leiksins ytra. Svartfellingarnir virðast hafa ætlað að slá Blika út af laginu með því að vera fastir fyrir en óhætt er að segja að kappið hafi borið fegurðina ofurliði. Tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald í leiknum, auk þjálfara liðsins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir leik. Eftir að lokaflautið gall var þá gerður aðsúgur að Damir Muminovic, serbnesk-íslenskum leikmanni Blika, sem lét nokkur vel valin orð falla á tungumáli gestanna. Allt sauð upp úr í kjölfarið en Damir segir gestina hafa gert úlfalda úr mýflugu, ef litið er til orðavals hans. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ segir Damir. Aðspurður um við hverju hann búist í leiknum ytra segir Damir: „Ég býst bara við alvöru veislu. Þeir reyna örugglega að komast í hausinn á okkur en við þurfum bara að vera pollrólegir. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur á Íslandi að fá svona brjálaða stuðningmenn hingað og leikmenn en ég hef séð þetta áður og þetta truflar mig voða lítið.“ Síðari leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Næsta verkefni Blika er hins vegar þegar þeir sækja FH-inga heim annað kvöld og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Ummæli Damirs má sjá í spilaranum fyrir ofan þegar um 1:30 er liðin af klippunni. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. 22. júlí 2022 14:25 Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Svartfellingarnir virðast hafa ætlað að slá Blika út af laginu með því að vera fastir fyrir en óhætt er að segja að kappið hafi borið fegurðina ofurliði. Tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald í leiknum, auk þjálfara liðsins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir leik. Eftir að lokaflautið gall var þá gerður aðsúgur að Damir Muminovic, serbnesk-íslenskum leikmanni Blika, sem lét nokkur vel valin orð falla á tungumáli gestanna. Allt sauð upp úr í kjölfarið en Damir segir gestina hafa gert úlfalda úr mýflugu, ef litið er til orðavals hans. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ segir Damir. Aðspurður um við hverju hann búist í leiknum ytra segir Damir: „Ég býst bara við alvöru veislu. Þeir reyna örugglega að komast í hausinn á okkur en við þurfum bara að vera pollrólegir. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur á Íslandi að fá svona brjálaða stuðningmenn hingað og leikmenn en ég hef séð þetta áður og þetta truflar mig voða lítið.“ Síðari leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Næsta verkefni Blika er hins vegar þegar þeir sækja FH-inga heim annað kvöld og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Ummæli Damirs má sjá í spilaranum fyrir ofan þegar um 1:30 er liðin af klippunni.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. 22. júlí 2022 14:25 Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Sjáðu mörkin, rauðu spjöldin, vítin og lætin þegar Blikar og Víkingar unnu Breiðablik og Víkingur unnu bæði góða 2-0 sigra í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Hitinn var öllu meiri í Kópavogi en í Fossvogi og fór rauða spjaldið þrisvar á loft auk þess sem litlu munaði að upp úr syði í leikslok. 22. júlí 2022 14:25
Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok. 22. júlí 2022 09:16
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30