Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 21:09 Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segist ekki vera kvíðin fyrir kjarasamningaviðræðum. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira