Tilkynnt var um slagsmál í miðbænum þar sem um var að ræða tvo einstaklinga undir lögaldri og voru báðir færðir á lögreglustöð þar sem rætt var við þá. Í tilkynningu lögreglunnar segir að unnið sé að rannsókn málsins með foreldrum og barnavernd.
Þá óskaði einstaklingur aðstoðar vegna líkamsárásar í miðbænum upp úr miðnætti og tilkynnt var um slagsmál við skemmtistað um tvö leytið.
Í Hafnafirði var einnig tilkynnt um tvö slagsmál án þess að frekar hafi verið skráð um þá tilkynningu í dagbók lögreglu.
Í Breiðholti var síðan tilkynnt um slagsmál og eld í bifreið eftir miðnætti.