Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Hann segir slysið hafa orðið í blokkaríbúð í austurborginni.
„Við erum núna bara að skoða það hvernig barnið kemst þangað, það var einhver opinn gluggi þarna á fjórðu hæðinni.“
Að sögn Jóhanns er barnið eins og hálfs árs en engir sjáanlegir áverkar voru á barninu þegar það var flutt á sjúkrahús. Eins og stendur liggur barnið á spítala.