Parhúsin á Fáskrúðsfirði tekin út af heimasíðu leigufélagsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. júlí 2022 21:01 Annað parhúsið sem um ræðir. Af heimasíðu leigufélagsins, Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra og stjórnarformaður Bríetar leigufélags segja parhús sem voru til leigu á vegum félagsins hafa verið tekin út af heimasíðu þess og verðlagningin verði skoðuð. Leiga parhúsanna var 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Í síðustu viku fjallaði Vísir um leiguupphæð parhúsanna á Fáskrúðsfirði. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar sagði þá í samtali við fréttastofu að hann ætti eftir að tala við Drífu Valdimarsdóttur framkvæmdastýru leigufélagsins vegna málsins. Jón Björn er varaformaður í stjórn leigufélagsins og á Fjarðabyggð þriggja prósenta hlut í félaginu. Í fyrri umfjöllun sagði Jón Björn um leiguupphæðina, „þetta er mjög há leiga.“ Sjá einnig: Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Merki leigufélagsins.Fengið af Facebook síðu félagsins. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð furðar sig á því að leigufélagið komi inn á markað með þessum hætti og segist ekki skilja út í hvað málið sé komið. „Meginmarkmiðið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þegar það ákveður að fara í þetta verkefni er að bjóða upp á íbúðir á viðráðanlegu verði, ef að það þýðir hærra verð en þegar er verið að bjóða upp á þá skil ég ekki alveg út í hvað við erum komin,“ segir Ragnar. Hann segir fáheyrt á þessu svæði að það sé verið að leigja út íbúðir á þessu verði. Ragnar segir málið ekki hafa komið á borð bæjarins en hann trúi ekki öðru en bæjarstjórinn muni taka málið upp á þeim vettvangi. Málið verði skoðað frekar Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastýra leigufélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að eignirnar tvær hafi verið teknar út af heimasíðu félagsins og sagði að stjórn þess myndi skoða málið frekar, „aðallega verðið já, og kannski framsetninguna á auglýsingunni og eitthvað meira,“ segir Drífa. Drífa segir það verða að koma í ljós hvort eignirnar verði settar inn á vefinn aftur í bráð, hún eigi þó frekar von á því en ekki sé hægt að sækja um þær í augnablikinu. „Það er allt óljóst enn þá,“ segir Drífa. Fermetraverðið sé ekki hátt Ásta Björg Pálmadóttir stjórnarformaður leigufélagsins segir að verðið verði skoðað með tilliti til landsvæðisins sem eignirnar eru á. „Við ætlum bara að fara yfir þetta verð, hvernig þetta var reiknað út og fara yfir sem sagt, þetta er náttúrulega alveg ljóst að þetta er hátt miðað við þetta landsvæði þó þetta sé kannski ekki hátt á fermeter,“ segir Ásta Ásta segir reiknilíkön vera notuð til þess að reikna út hvernig nýjar eignir geti staðið undir sér í rekstri, þó sem nærst núlli. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið haft að leiðarljósi þegar þessi leiga var reiknuð út,“ segir Ásta. Aðspurð hvort félagið hafi ekki verið meðvitað um hversu hátt verðið var á svæðinu í kringum eignirnar áður en fjallað var um málið segist Ásta ekki getað svarað því. „Við eigum engar svona stórar eignir, svona ef ég á að nefna einhver dæmi þannig að kannski hefur það svona eitthvað truflað, ég veit það ekki.“ Ásta segir stjórnina ekki sinna útreikningum á leiguverði og bætir því við af ef horft sé á stærð eignarinnar sé fermetraverðið ekki hátt. „Svo ruglar líka útreikninginn að þarna eru bílskúrar,“ segir Ásta. Hún ítrekar að stjórnin þurfi að fara yfir málin með tilliti til þess hvort reiknilíkanið virki eins og það eigi að gera. Fjarðabyggð Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Í síðustu viku fjallaði Vísir um leiguupphæð parhúsanna á Fáskrúðsfirði. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar sagði þá í samtali við fréttastofu að hann ætti eftir að tala við Drífu Valdimarsdóttur framkvæmdastýru leigufélagsins vegna málsins. Jón Björn er varaformaður í stjórn leigufélagsins og á Fjarðabyggð þriggja prósenta hlut í félaginu. Í fyrri umfjöllun sagði Jón Björn um leiguupphæðina, „þetta er mjög há leiga.“ Sjá einnig: Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Merki leigufélagsins.Fengið af Facebook síðu félagsins. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð furðar sig á því að leigufélagið komi inn á markað með þessum hætti og segist ekki skilja út í hvað málið sé komið. „Meginmarkmiðið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þegar það ákveður að fara í þetta verkefni er að bjóða upp á íbúðir á viðráðanlegu verði, ef að það þýðir hærra verð en þegar er verið að bjóða upp á þá skil ég ekki alveg út í hvað við erum komin,“ segir Ragnar. Hann segir fáheyrt á þessu svæði að það sé verið að leigja út íbúðir á þessu verði. Ragnar segir málið ekki hafa komið á borð bæjarins en hann trúi ekki öðru en bæjarstjórinn muni taka málið upp á þeim vettvangi. Málið verði skoðað frekar Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastýra leigufélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að eignirnar tvær hafi verið teknar út af heimasíðu félagsins og sagði að stjórn þess myndi skoða málið frekar, „aðallega verðið já, og kannski framsetninguna á auglýsingunni og eitthvað meira,“ segir Drífa. Drífa segir það verða að koma í ljós hvort eignirnar verði settar inn á vefinn aftur í bráð, hún eigi þó frekar von á því en ekki sé hægt að sækja um þær í augnablikinu. „Það er allt óljóst enn þá,“ segir Drífa. Fermetraverðið sé ekki hátt Ásta Björg Pálmadóttir stjórnarformaður leigufélagsins segir að verðið verði skoðað með tilliti til landsvæðisins sem eignirnar eru á. „Við ætlum bara að fara yfir þetta verð, hvernig þetta var reiknað út og fara yfir sem sagt, þetta er náttúrulega alveg ljóst að þetta er hátt miðað við þetta landsvæði þó þetta sé kannski ekki hátt á fermeter,“ segir Ásta Ásta segir reiknilíkön vera notuð til þess að reikna út hvernig nýjar eignir geti staðið undir sér í rekstri, þó sem nærst núlli. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið haft að leiðarljósi þegar þessi leiga var reiknuð út,“ segir Ásta. Aðspurð hvort félagið hafi ekki verið meðvitað um hversu hátt verðið var á svæðinu í kringum eignirnar áður en fjallað var um málið segist Ásta ekki getað svarað því. „Við eigum engar svona stórar eignir, svona ef ég á að nefna einhver dæmi þannig að kannski hefur það svona eitthvað truflað, ég veit það ekki.“ Ásta segir stjórnina ekki sinna útreikningum á leiguverði og bætir því við af ef horft sé á stærð eignarinnar sé fermetraverðið ekki hátt. „Svo ruglar líka útreikninginn að þarna eru bílskúrar,“ segir Ásta. Hún ítrekar að stjórnin þurfi að fara yfir málin með tilliti til þess hvort reiknilíkanið virki eins og það eigi að gera.
Fjarðabyggð Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00