Flugvél páfans flaug yfir alls sex lönd á leið sinni til Kanada og sendi kveðju á þjóðhöfðingja allra þeirra landa. Löndin voru Ítalía, Sviss, Frakkland, Bretland, Danmörk og Ísland.
„Ég sendi góðar kveðjur til þín og samborgara þinna á meðan ég flýg yfir Ísland á leið minni til Kanada, ásamt óskum um að Guð blessi alla á landinu með friðsæld og hamingju,“ segir í kveðju Páfans sem birtist á heimasíðu hans í dag.
Páfinn lenti í Kanada fyrir um fimm klukkutímum síðan en hann þetta er hans 37. postulaferð erlendis. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var einn þeirra sem tóku á móti páfanum þegar hann lenti í dag.
