Láta gott heita og gefa yngri hópum plássið: „Það hefur mikið gerst á þessum tíu árum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 20:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins, segir baráttunni ekki lokið. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur ákveðið að hætta störfum, tíu árum frá stofnun hans en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun þess í stað taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þetta árið. Talskona hópsins segir tímabært að yngri aktívistar taki við en fólk geti áfram dreift boðskapi Bleika fílsins. Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira