Skortur á Parkódín forte Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 12:04 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skortur er á Parkódín forte hér á landi. Vísir/Vilhelm Verkjalyfið Parkódín forte 500 mg/30 mg er ófáanlegt hjá heildsala í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum þar sem sendingar af lyfinu hafa ekki borist til landsins. Erfiðara hefur því reynst fyrir fólk að nálgast verkjalyfið í apótekum. Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja. Verslun Lyf Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Samkvæmt Lyfjastofnun eru enn til nægar birgðir af Parkódín forte 500 mg/30 mg í 200 stykkja pakkningum. Skortur hefur verið á tuttugu og þrjátíu stykkja pökkum frá því í lok maí og þann 20. júlí bárust upplýsingar um skort á fjörutíu og hundrað stykkja pakkningum. Teva Pharma Iceland er umboðsaðili verkjalyfsins hér á landi. Í tilkynningu fyrirtækisins til Lyfjastofnunar segir að vandkvæði í framleiðslu lyfsins skýri skortinn en þau séu ekki gæðatengd. Fram kemur í svari frá Lyfjastofnun við fyrirspurn fréttastofu að miðað við þær upplýsingar sem hún hafi handbærar sé reiknað með því að sendingar af öllum pakkastærðunum fari að berast aftur til Íslands í byrjun ágúst. Í millitíðinni bendir Lyfjastofnun á undanþágulyfið Co-Dafalgan 500/30 mg sem fáanlegt er í 40 stykkja pakkningum. Ekki óvenjumikið um lyfjaskort Lyfjastofnun hefur birt sex tilkynningar um lyfjaskort á vef sínum það sem af er júlí en fram kemur í svari hennar að ekki hafi borist fleiri slíkar tilkynningar til stofnunarinnar en að jafnaði. Misjafnt sé hvort tilkynningar um skort séu birtar á vefnum og birtingarnar mismargar frá einum tíma til annars. Í byrjun þessa árs sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við Fréttablaðið að áhyggjur væru uppi um mögulegan lyfjaskort á Íslandi og nauðsynlegt væri að vera vakandi fyrir ástandinu. Vísaði hún þá til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem hafi bæði raskað og tafið framleiðslu og innflutning lyfja.
Verslun Lyf Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira