Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. júlí 2022 23:41 Óttast er að Evrópa muni ekki eiga nóg gas fyrir veturinn þrátt fyrir samdrátt. EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. Þessi nýja tilkynning Gazprom kemur í kjölfar mikils ótta vegna lítils gas flæðis víða um Evrópu en árlegu viðhaldi á Nord Stream leiðslunni lauk 21. júlí síðastliðinn. Leiðslunni var lokað á meðan viðhaldinu stóð og töldu sumir tvísýnt að hún yrði opnuð aftur. Skortur á gasi olli því að Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi var á barmi gjaldþrots. Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. CNN greinir frá því að bandarísk yfirvöld óttist að Evrópa muni upplifa mikinn skort á gasi í vetur. Erfitt sé fyrir álfuna að fylla á gasbyrgðir þegar flæði um leiðsluna sé eins lítið og raun ber vitni. Möguleiki sé á því að afleiðingar gasleysis í Evrópu muni skila sér til Bandaríkjanna með hækkuðu gas- og rafmagnsverði. Orkusérfræðingur Hvíta hússins Amos Hochstein hafi verið sendur til Evrópu til þess að skipuleggja megi næstu skref í orkusamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu vegna málsins. Rætt verði á næstu dögum hvort aukin kjarnorkuframleiðsla sé vænleg til þess að vega á móti gasleysinu sem minna flæði um Nord Stream leiðsluna veldur. Ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas til þess að duga álfunni í vetur þrátt fyrir stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á gasneyslu í Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Þessi nýja tilkynning Gazprom kemur í kjölfar mikils ótta vegna lítils gas flæðis víða um Evrópu en árlegu viðhaldi á Nord Stream leiðslunni lauk 21. júlí síðastliðinn. Leiðslunni var lokað á meðan viðhaldinu stóð og töldu sumir tvísýnt að hún yrði opnuð aftur. Skortur á gasi olli því að Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi var á barmi gjaldþrots. Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. CNN greinir frá því að bandarísk yfirvöld óttist að Evrópa muni upplifa mikinn skort á gasi í vetur. Erfitt sé fyrir álfuna að fylla á gasbyrgðir þegar flæði um leiðsluna sé eins lítið og raun ber vitni. Möguleiki sé á því að afleiðingar gasleysis í Evrópu muni skila sér til Bandaríkjanna með hækkuðu gas- og rafmagnsverði. Orkusérfræðingur Hvíta hússins Amos Hochstein hafi verið sendur til Evrópu til þess að skipuleggja megi næstu skref í orkusamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu vegna málsins. Rætt verði á næstu dögum hvort aukin kjarnorkuframleiðsla sé vænleg til þess að vega á móti gasleysinu sem minna flæði um Nord Stream leiðsluna veldur. Ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas til þess að duga álfunni í vetur þrátt fyrir stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á gasneyslu í Evrópu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira