Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu logaði eldurinn undir vélarhlífinni en ekki er vitað um nákvæm upptök eldsins.
Tilkynning barst klukkan tuttugu mínútur í ellefu og fór slökkviliðið beint á staðinn.

Eldur kom upp í vinnubíl við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Slökkviliðið er búið að slökkva eldinn en er enn við störf á vettvangi.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu logaði eldurinn undir vélarhlífinni en ekki er vitað um nákvæm upptök eldsins.
Tilkynning barst klukkan tuttugu mínútur í ellefu og fór slökkviliðið beint á staðinn.