Þúsundir kúa flattar út og urðaðar með rusli eftir að hafa drepist úr hita Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 12:19 Meira en tvöþúsund nautgripir drápust í hitabylgjunni sem reið yfir Kansas í júní. Getty/Mario Tama Þúsundir nautgripa sem drápust vegna hitabylgju í Bandaríkjunum í júní voru urðaðir í landfyllingu í Kansas. Rotnandi hræin voru fyrst flött út með þungavinnuvélum áður en þau voru urðuð með almennu rusli. Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“ Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“
Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira