Druslugangan segir töf á viðbrögðum ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 11:58 Druslugangan var gengin síðasta laugardag. Vísir/EinarÁ Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir töf á viðbrögðum, vegna umræðu um einn skipuleggjenda á samfélagsmiðlum, ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni. Það sé miður að hún hafi verið túlkuð þannig en skipuleggjendur göngunnar séu sjálfboðaliðar og hafi ekki haft tíma til að bregðast fyrr við umræðunni. Umræða skapaðist á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni eftir að einn skipuleggjenda göngunnar skrifaði á miðlinum að honum hafi sárnað að kona, sem hann hafði farið á stefnumót með, hafi mætt á viðburð á vegum Druslugöngunnar, sem fór fram á fimmtudagskvöld í síðustu viku. „Aðili í gær mætti á kvöld sem ég hef unnið lengi að með öðrum, bara til þess að reyna að særa mig á versta hátt mögulegan. Henni tókst það þó ekki, ég fór bara úr aðstæðunum, kynntist frábæru fólki og náði að njóta í botn. Léleg og uncalled tilraun samt sem áður,“ skrifaði hann á Twitter, en tístinu hefur síðan verið eytt. Tístið vakti hörð viðbrögð meðal Twitter-samfélagsins, sérstaklega eftir að umrædd kona leitaði sjálf á miðilin og greindi frá hvað hafi átt sér stað. Að hennar sögn hafði hún og maðurinn farið á stefnumót fyrir þremur vikum. Hún hafi hins vegar fundið strax að ekkert yrði úr stefnumótinu. Hún hafi á fimmtudag mætt á viðburðinn með öðrum manni. „Þegar ég vakna í morgun, sé ég tweet um mig, að ég hafi verið í aðförum gegn manninum fyrrnefnda, þar sem minn tilgangur hafi átt að vera að særa hann, með því að mæta á þennan viðburð. Má maður ekki, vera ekki hrifinn, eftir deit á Tinder, hugsa um sín mörk, sínar tilfinningar, án þess að verða tekinn af lífi á twitter, fyrir að mæta á viðburð hjá druslugöngunni. Sem er fyrir alla?“ skrifaði konan í svari við fyrrnefndu tísti mannsins. Í þessari viku skapaðist mikil umræða um Druslugönguna á Twitter. Einn skipuleggjenda í stjórn Druslugöngunnar segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær og brugðist eins fljótt við og hægt var. Ef manneskja semsagt neitar þér að þá má ekki mæta á viðburði sem er tengd þér með öðrum? Nei ég bara spyr — Lena Björg (@lena_bjorg) July 23, 2022 Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir í yfirlýsingu sem birtist í gær á Twitter að umræddum meðlim skipulagsteymisins hafi verið boðið að víkja úr teyminu, sem hann hafi tekið. Þá hafi verið haft samband við konuna til að fullvissa hana um að málið yrði tekið föstum tökum. Færsla hans endurspegli ekki viðhorf göngunnar. Yfirlýsing stjórnar skipulagsteymis Druslugöngunnar árið 2022 pic.twitter.com/1h7xYDK7Vo— Druslugangan (@druslugangan) July 26, 2022 Fréttin var uppfærð klukkan 14:15. Samfélagsmiðlar Druslugangan Tengdar fréttir Druslugangan haldin í tíunda sinn Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 16:52 „Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. 23. júlí 2022 19:39 Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 13:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Umræða skapaðist á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni eftir að einn skipuleggjenda göngunnar skrifaði á miðlinum að honum hafi sárnað að kona, sem hann hafði farið á stefnumót með, hafi mætt á viðburð á vegum Druslugöngunnar, sem fór fram á fimmtudagskvöld í síðustu viku. „Aðili í gær mætti á kvöld sem ég hef unnið lengi að með öðrum, bara til þess að reyna að særa mig á versta hátt mögulegan. Henni tókst það þó ekki, ég fór bara úr aðstæðunum, kynntist frábæru fólki og náði að njóta í botn. Léleg og uncalled tilraun samt sem áður,“ skrifaði hann á Twitter, en tístinu hefur síðan verið eytt. Tístið vakti hörð viðbrögð meðal Twitter-samfélagsins, sérstaklega eftir að umrædd kona leitaði sjálf á miðilin og greindi frá hvað hafi átt sér stað. Að hennar sögn hafði hún og maðurinn farið á stefnumót fyrir þremur vikum. Hún hafi hins vegar fundið strax að ekkert yrði úr stefnumótinu. Hún hafi á fimmtudag mætt á viðburðinn með öðrum manni. „Þegar ég vakna í morgun, sé ég tweet um mig, að ég hafi verið í aðförum gegn manninum fyrrnefnda, þar sem minn tilgangur hafi átt að vera að særa hann, með því að mæta á þennan viðburð. Má maður ekki, vera ekki hrifinn, eftir deit á Tinder, hugsa um sín mörk, sínar tilfinningar, án þess að verða tekinn af lífi á twitter, fyrir að mæta á viðburð hjá druslugöngunni. Sem er fyrir alla?“ skrifaði konan í svari við fyrrnefndu tísti mannsins. Í þessari viku skapaðist mikil umræða um Druslugönguna á Twitter. Einn skipuleggjenda í stjórn Druslugöngunnar segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi ekki vitað af málinu fyrr en í gær og brugðist eins fljótt við og hægt var. Ef manneskja semsagt neitar þér að þá má ekki mæta á viðburði sem er tengd þér með öðrum? Nei ég bara spyr — Lena Björg (@lena_bjorg) July 23, 2022 Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir í yfirlýsingu sem birtist í gær á Twitter að umræddum meðlim skipulagsteymisins hafi verið boðið að víkja úr teyminu, sem hann hafi tekið. Þá hafi verið haft samband við konuna til að fullvissa hana um að málið yrði tekið föstum tökum. Færsla hans endurspegli ekki viðhorf göngunnar. Yfirlýsing stjórnar skipulagsteymis Druslugöngunnar árið 2022 pic.twitter.com/1h7xYDK7Vo— Druslugangan (@druslugangan) July 26, 2022 Fréttin var uppfærð klukkan 14:15.
Samfélagsmiðlar Druslugangan Tengdar fréttir Druslugangan haldin í tíunda sinn Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 16:52 „Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. 23. júlí 2022 19:39 Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 13:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Druslugangan haldin í tíunda sinn Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 16:52
„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. 23. júlí 2022 19:39
Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. 23. júlí 2022 13:19