Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nái hér fótfestu Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 07:01 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, efast ekki um að óspennandi skordýrategundir eigi eftir að gerast landnemar á næstu áratugum. Vísir Mjög ör breyting hefur verið á skordýraflóru Íslands seinustu áratugi og hefur tegundum fjölgað um 300 til 400 hér á landi seinustu áratugi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugur ná fótfestu hér og lifi góðu lífi á Íslandi. „Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum. Skordýr Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
„Ef við lítum á nágrannalöndin þá eru um 40 tegundir af moskítóflugum sem lifa hérna í Suður-Skandinavíu, á Bretlandseyjum og norður eftir allri Skandinavíu, það eru meira að segja í Grænlandi tvær tegundir.“ „Þær hafa bara ekki haft tækifæri til að berast hingað en sumar tegundir geta örugglega lifað hérna því núna eru veturnir og vorin hérna ekkert ósvipað því sem var í Skotlandi fyrir 40 til 50 árum, þar er þetta grasserandi. Ég hef ekki trú á öðru en að þetta berist hingað,“ sagði Gísli í Bítinu á Bylgjunni. Saga geitunga ekki löng á Íslandi Að sögn Gísla var vitað um í kringum 1.300 skordýrategundir á Íslandi fyrir 30 árum en talan sé nú um 1.600 til 1.700. Bæði hafi veðurskilyrði orðið betri fyrir suðlægari tegundir á seinustu áratugum og auðveldara fyrir þær að flytjast yfir Atlantshafið. Allar geitungategundir sem finnist nú á landinu hafi borist hingað á seinustu 50 til 60 árum og humlutegundum fjölgað úr einni í sex til sjö. Gísli segir erfitt að koma í veg fyrir fjölgun skordýrategunda hérlendis þar sem ýmsar þeirra hafi alltaf getað lifað á Íslandi en aldrei átt þess kost að berast til landsins. Fórnarlömb lúsmýsins gætu þurft að venjast fleiri bitvörgum í framtíðinni.Getty/mrs Illa við að fá moskítóflugurnar „Það eru komnir gámaflutningar og við með innflutning á ýmsu tengdu landbúnaði, eins og mold og lifandi plöntum og þá koma pöddur með. Þessi skordýr eru svo sem ekkert skaðleg, nema þau geta verið leiðinleg.“ Gísli segist þekkja þetta á eigin skinni en hann var nýlega stunginn í augabrúnina af holugeitungi og fékk svo slæmt glóðarauga að hann vildi helst sleppa því að fara út fyrir hússins dyr. Aðspurður um það hvaða nýju skordýrategundir Gísli myndi einna helst vilja losna við nefnir hann lúsmýið og spánarsnigilinn. Erfitt sé eiga við lúsmýið og snigilinn éti allt sem fyrir verði ásamt því að leggjast á annað smádýralíf sem gagn sé af. Þá er Gísla illa við að fá moskítóflugur til landsins en telur það vera óumflýjanlegan veruleika. Viðtalið við Gísla má hlusta á í heild sinni í spilaranum.
Skordýr Bítið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira