Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2022 15:22 Rússar beindu eldflaugum sínum meðal annars að höfninni í Odessa sem er ein þriggja mikilvægust útflutningshafna Úkraínu. AP/borgarstjórn Odessa Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38