Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. júlí 2022 14:58 Mannsins er leitað í Flateyjardal. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí. Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til. Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Maðurinn, sem er 75 ára gamall, var einn á ferð og skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins um leitina. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt tilkynningu vegna leitarinnar en þar segir að lögreglan hafi fengið ábendingu um bifreið á erlendum númerum, sem staðið hafi óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Strax hafi lögreglan hafist handa um eftirgrennslan eftir eigandanum og komið hafi í ljós að eigandinn heiti Bernd Meyer og sé frá Þýskalandi, fæddur 1947. Meyer hafi komið til landsins í júní. Aðgerðastjórn vegna málsins var virkjuð í Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa. Um hundrað eru að störfum í aðgerðinni. Leitað er með gönguhópum, drónum og bátum. Þá er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar til að taka þátt í leitinni. Leitað verður meðan leitarbjart er en á morgun gera veðurspár ráð fyrir þoku á leitarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var haft samband við eiginkonu Meyers í Þýskalandi og fram komið hjá henni að hann hafi síðast sett sig í samband við hana 14. júlí og þá staddur í Flateyjardal og á leið í gönguferð. Þá hafi komið í ljós að hann hafi gist á Grenivík áður en hann fór í Flateyjardalinn. Samkvæmt heimildum RÚV skildi maðurinn eftir bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að ganga yfir í Fjörður og til baka í Flateyjardal. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var ritað að mannsins væri leitað í Flateyrardal en sá dalur er ekki til.
Björgunarsveitir Norðurþing Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira