Rúnar Alex var á láni frá Arsenal hjá belgíska félaginu OH Leuven seinni hluta síðasata keppnistímabils en hann var ekki í leikmannahópi Skyttanna þegar liðið lagði Chelsea að velli í æfingaleik á sunnudaginn síðastliðinn.
Kamil Grabara, markvörður Kaupmannahafnarliðsins, er að glíma við meiðsli og fram kemur í frétt Tipsbladet að félagið vilji fá Rúnar Alex til þess að fylla hans skarð.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn hefur áður leikið í Danmörku en hann var á mála hjá Nordsjælland frá 2014 til 2018.
Verði af félagaskiptunum yrði Rúnar Alex liðsfélagi Hákons Arnar Haraldrsson, Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og Orra Steins Óskarssonar.