Utanríkisráðuneytið þvertekur fyrir fullyrðingar Fréttablaðsins Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 15:01 Ekki er mikil ánægja með fréttaflutning dagsins í utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Utanríkisráðuneytið hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að engin áform séu uppi um uppbyggingu varnarmannvirkja á því svæði. Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir heimildum blaðsins að utanríkisríkisráðuneytið hefði farið fram á að langur viðlegukantur fyrir NATO yrði reistur norðan megin í Finnafirði við bæinn Gunnólfsvík. Þar myndi NATO hafa aðstöðu til að birgja skip sín og hvíla áhafnir. Þá myndi Landhelgisgæslan einnig fá aðstöðu á svæðinu. „Engin áform eru um uppbyggingu varnarmannvirkja í Finnafirði og engar beiðnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa verið lagðar fram af hálfu utanríkisráðuneytisins og staðhæfingar um beiðni Atlantshafsbandalagsins eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Fréttin er því röng,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Einfalt hefði verið að svara spurningum blaðamanns Í frétt Fréttablaðsins segir að ekki hafi fengist svör við fyrirspurnum blaðsins hjá ráðuneytinu. „Blaðamaður hafði samband við fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins sem er í sumarfríi erlendis og var vísað á staðgengil. Blaðamaður hafði ekki samband við staðgengil eða neinn hjá ráðuneytinu til þess að leita staðfestingar á þeim röngu upplýsingum sem hann byggði skrif sín á. Er þetta miður þar sem einfalt hefði verið að koma á framfæri upplýsingum og svara fyrirspurnum um málið,“ segir í yfirlýsingunni. NATO Fjölmiðlar Utanríkismál Langanesbyggð Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. 29. júlí 2022 13:17 Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. 29. júlí 2022 06:27 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir heimildum blaðsins að utanríkisríkisráðuneytið hefði farið fram á að langur viðlegukantur fyrir NATO yrði reistur norðan megin í Finnafirði við bæinn Gunnólfsvík. Þar myndi NATO hafa aðstöðu til að birgja skip sín og hvíla áhafnir. Þá myndi Landhelgisgæslan einnig fá aðstöðu á svæðinu. „Engin áform eru um uppbyggingu varnarmannvirkja í Finnafirði og engar beiðnir, hvorki formlegar né óformlegar, hafa verið lagðar fram af hálfu utanríkisráðuneytisins og staðhæfingar um beiðni Atlantshafsbandalagsins eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Fréttin er því röng,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Einfalt hefði verið að svara spurningum blaðamanns Í frétt Fréttablaðsins segir að ekki hafi fengist svör við fyrirspurnum blaðsins hjá ráðuneytinu. „Blaðamaður hafði samband við fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins sem er í sumarfríi erlendis og var vísað á staðgengil. Blaðamaður hafði ekki samband við staðgengil eða neinn hjá ráðuneytinu til þess að leita staðfestingar á þeim röngu upplýsingum sem hann byggði skrif sín á. Er þetta miður þar sem einfalt hefði verið að koma á framfæri upplýsingum og svara fyrirspurnum um málið,“ segir í yfirlýsingunni.
NATO Fjölmiðlar Utanríkismál Langanesbyggð Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. 29. júlí 2022 13:17 Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. 29. júlí 2022 06:27 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. 29. júlí 2022 13:17
Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. 29. júlí 2022 06:27