Viðbúið að jarðskjálftar verði áfram næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2022 22:00 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga og útilokar ekki eldgos. Skjálftahrinan hófst um hádegisbil og stendur enn yfir en hún er að mati sérfræðinga mjög öflug. „Þetta eru mjög margir smáskjálftar með stærri skjálftum inni á milli. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist fjórir að stærð,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Sá fannst meðal annars í Borgarfirði. Í sjónvarpsfréttinni sýnir Einar okkur tölur yfir jarðskjálfta og eins og sést á skjánum er töluvert um smáskjálfta. Einar telur að kvikuhlaup sé á fjögurra til sjö kílómetra dýpi og ástæða til að fylgjast náið með þróuninni. Hann segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram. „Og við þurfum að fylgjast með hvert dýpið er á skjálftunum og hver framvindan verður. Hvort þetta kóðni niður á endanum eins og gerðist um áramótin síðustu eða hvort við sjáum aftur eldgos á svipuðum slóðum.“ Veðurstofan fundaði með almannavörnum í dag og var óvissustigi lýst yfir. Þá hefur flugveðurkóði verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk. Getur gosið alveg fyrirvaralaust eða fáum við fyrirboða áður? „Við sáum fyrst þegar það byrjaði að gjósa þá var eins og skjálftavirknin kóðnaði niður á undan en það er frekar erfitt að meta það. Við fylgjumst vel með vefmyndavélum og reynum að meta hver hæðin á skjálftunum er hverju sinni. Ef skjálftavirknin kóðnar niður þá förum við að horfa á vefmyndavélarnar.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Skjálftahrinan hófst um hádegisbil og stendur enn yfir en hún er að mati sérfræðinga mjög öflug. „Þetta eru mjög margir smáskjálftar með stærri skjálftum inni á milli. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist fjórir að stærð,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Sá fannst meðal annars í Borgarfirði. Í sjónvarpsfréttinni sýnir Einar okkur tölur yfir jarðskjálfta og eins og sést á skjánum er töluvert um smáskjálfta. Einar telur að kvikuhlaup sé á fjögurra til sjö kílómetra dýpi og ástæða til að fylgjast náið með þróuninni. Hann segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram. „Og við þurfum að fylgjast með hvert dýpið er á skjálftunum og hver framvindan verður. Hvort þetta kóðni niður á endanum eins og gerðist um áramótin síðustu eða hvort við sjáum aftur eldgos á svipuðum slóðum.“ Veðurstofan fundaði með almannavörnum í dag og var óvissustigi lýst yfir. Þá hefur flugveðurkóði verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk. Getur gosið alveg fyrirvaralaust eða fáum við fyrirboða áður? „Við sáum fyrst þegar það byrjaði að gjósa þá var eins og skjálftavirknin kóðnaði niður á undan en það er frekar erfitt að meta það. Við fylgjumst vel með vefmyndavélum og reynum að meta hver hæðin á skjálftunum er hverju sinni. Ef skjálftavirknin kóðnar niður þá förum við að horfa á vefmyndavélarnar.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16
Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15