Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 09:21 Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu. Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Rétt eftir miðnætti var maður handtekinn á Siglufirði, en tilkynning hafði borist lögreglu vegna ógnandi tilburða hans, og hann sagður vopnaður hnífi. Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri hafi verið kölluð út og send á vettvang en skömmu síðar hafi lögreglumönnum á Siglufirði tekist að handtaka manninn án vandkvæða. Hann hafi þá verið færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður í fangageymslu þar. Þá kemur fram að lögreglan í Fjallabyggð hafi skömmu fyrir miðnætti fengið tilkynningu um slys, þar sem kona féll fjóra metra af bakka og niður í fjöru við Hauganes. Betur hafi farið en á horfðist og konan lítið slösuð. Björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en afboðaðar skömmu síður þegar ljóst hefði verið að hægt væri að aðstoða konuna frá landi, í stað þess að sækja hana í fjöruna frá sjó. Nokkur verkefni vegna ölvunar Á níunda tímanum í gærkvöldi fékk lögregla þá tilkynningu um ökumann sem mögulega væri undir áhrifum vímuefna. Hann hefði veist að konu og ekið í burtu eftir það. „Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar. Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum v. rannsóknar málsins.“ Þá virðist hafa verið nokkur ölvun í umdæminu. Í tilkynningu lögreglu eru talin upp nokkur atvik þar sem ölvaðir einstaklingar koma við sögu. Þar á meðal eru ölvun og ágreiningur á tjaldsvæðinu við Hamra, ógnandi framkoma gestar í Sjallanum gegn dyraverði og nokkrir einstaklingar sem lögregla skutlaði heim, en þeir höfðu fengið sér heldur mikið „neðan í því,“ samkvæmt lögreglu.
Lögreglumál Akureyri Fjallabyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira