Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 12:19 Bjarni Ingimarsson varðstjóri. Vísir Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála. Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála.
Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira