Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. ágúst 2022 18:55 Margir héldu til Vestmannaeyja þessa helgina og skemmtu sér vel. Stöð 2 Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43
Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01