„Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 19:28 Arndís komst ekki leiðar sinnar í gær vegna Hopp-hjóls sem búið var að leggja yfir þvera gangstéttina. Skjáskot Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar. Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar.
Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira