Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2022 21:04 Ólafur segir bæjarbúa undirbúna fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Vísir/Hallgerður Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Almannavarnarnefnd fundaði í hádeginu ásamt stórum hópi til að fara yfir stöðu mála en talið er að ný innskotavirkni sé hafin í kring um ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stærsti skjálftinn var í gær, og mældist hann 5,5 að stærð, en á annan tug skjálfta yfir þremur að stærð hafa mælst í nótt og í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/Ívar „Til þess að vera við öllu búin þurfum við að vita hvers er að vænta eins og hægt er hverju sinni, það eru núna miklu meiri mælingar til heldur en í upphafi, fyrir tveimur og hálfu ári þegar þessar hrinur byrjuðu og jarðskjálftarnir,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Komi til eldgoss séu mestar líkur á að það verði á svipuðum slóðum og gosið í Geldingadölum. „Sem er eins gott og hugsast getur miðað við að það gjósi á annað borð og það verði uppi hraun. Þannig að við bara verðum að búast við þessu og bregðast við eftir aðstæðum.“ Fólk sé orðið þreytt á skjálftunum. „Þessir stærstu eru erfiðir að upplifa vegna þess að þeir eru svo sterkir, þeir eru svo nálægt,“ segir Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður hjá Grindinni í Grindavík. Þegar stóri skjálftinn reið yfir í gær féllu innanstokksmunir víða úr hillum. „Það voru sprungur í gólfi og í raun og veru hrundu hér hlutir, kaffikönnur og allar skúffur opnar og allt þetta, það brotnuðu styttur í húsum,“ segir hann. Linoleum-gólfdúkur á verkstæði Grindarinnar sprakk í skjálftanum og löng sprunga myndaðist í anddyri verkstæðisins. Ólafur Már Guðmundsson, trésmiður í Grindavík.Skjáskot Hann segir að bæjarbúum líði eins og þau séu komin aftur á sama stað og í fyrra. „Fólk gleymir ekkert því sem var í gangi í fyrra. Það var mjög langur tími, nokkrar vikur, stanslausir skjálftar og svona miðað við umræðuna hjá fólki finnst mér fólk vera komið þangað: já, já þetta er að byrja aftur, það sem við gengum í gegn um í fyrra.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05 „Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Snarpur jarðskjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan 18:03 og fannst vel á Suðurlandsbraut, þaðan sem þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt sjálfvirkum mælingum á vef Veðurstofunnar átti hann upptök sín 1,2 kílómetra suðvestan af Keili. 1. ágúst 2022 18:05
„Það brotnaði allt sem brotnað gat“ Grindvíkingar hafa margir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna skjálftahrinunnar sem stendur nú yfir. „Þetta venst aldrei,“ segir eigandi blómaverslunar sem kom að verslunin sinni líkt og sprengju hefði verið varpað á verslunina. 1. ágúst 2022 16:41
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01