Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í gær að réttlætinu hefði verið fullnægt en forsetinn er sagður hafa átt fundi um skipulag árásarinnar í maí, júní og júlí. Bandaríkjamenn höfðu þá fylgst með al-Zawahiri í nokkurn tíma og hafði hann ítrekað sést á svölum hússins sem ráðist var gegn.
Árásin átti sér síðan stað á laugardag, þegar tveimur Hellfire eldflaugum var skotið á húsið. Embættismenn segjast þess fullvissir að aðeins al-Zawahiri hafi látist í árásinni.
On Saturday, at my direction, the United States successfully conducted an airstrike in Kabul, Afghanistan that killed the emir of al-Qa ida: Ayman al-Zawahiri.
— President Biden (@POTUS) August 1, 2022
Justice has been delivered.