Endurmeta hvort áfram verði kropið á hné Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2022 14:00 Zaha kraup á hné til stuðnings Black Lives Matter-hreyfingunni í rúmt hálft ár en hætti því í febrúar í fyrra. Tim Keeton/Pool via Getty Images Fyrirliðar félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa fundað um hvaða aðferðir séu best til fallnar að berjast gegn kynþáttahatri á komandi leiktíð. Ekki hefur náðst niðurstaða í málið. Eftir að George Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020 hafa leikmenn í ensku úrvalsdeildinni tekið upp hefð vestanhafs að krjúpa á hné áður en leikir í deildinni hefjast. Þetta er gert til að sýna Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning og sýna samstöðu gegn kynþáttahatri. Frá því að sú hefð hófst hafa þó einhverjir leikmenn hætt að taka þátt í athæfinu, þar á meðal Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, sem er sjálfur dökkur á hörund. Hann sagði í febrúar 2021 að „sem stendur skiptir það ekki máli hvort við krjúpum eða stöndum, margir okkar þurfa enn að þola kynþáttaníð“. Á svipuðum tíma hættu nokkur félög í ensku B-deildinni einnig að krjúpa á hné, þar á meðal Derby County, Brentford, Bournemouth og Queens Park Rangers. Því er velt upp hvaða áhrif látbragðið hefur, og hvort að áhrifamáttur þess hafi farið dvínandi eftir því sem tíminn hefur liðið. Leikmenn geri þetta ef til vill af skyldurækni fremur en að þeir séu drifnir áfram af raunverulegum vilja til breytinga. Þá getur verið að þeir séu drifnir af þeim vilja en þetta sé einfaldlega ekki leið sem skili árangri, líkt og Zaha benti á. Fyrirliðar í deildinni hafa þegar fundað einu sinni um málið þar sem engin niðurstaða fékkst. Búist er við að málið verði komið á hreint áður en Arsenal mætir Crystal Palace í upphafsleik tímabilsins á föstudagskvöldið. Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Eftir að George Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020 hafa leikmenn í ensku úrvalsdeildinni tekið upp hefð vestanhafs að krjúpa á hné áður en leikir í deildinni hefjast. Þetta er gert til að sýna Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning og sýna samstöðu gegn kynþáttahatri. Frá því að sú hefð hófst hafa þó einhverjir leikmenn hætt að taka þátt í athæfinu, þar á meðal Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, sem er sjálfur dökkur á hörund. Hann sagði í febrúar 2021 að „sem stendur skiptir það ekki máli hvort við krjúpum eða stöndum, margir okkar þurfa enn að þola kynþáttaníð“. Á svipuðum tíma hættu nokkur félög í ensku B-deildinni einnig að krjúpa á hné, þar á meðal Derby County, Brentford, Bournemouth og Queens Park Rangers. Því er velt upp hvaða áhrif látbragðið hefur, og hvort að áhrifamáttur þess hafi farið dvínandi eftir því sem tíminn hefur liðið. Leikmenn geri þetta ef til vill af skyldurækni fremur en að þeir séu drifnir áfram af raunverulegum vilja til breytinga. Þá getur verið að þeir séu drifnir af þeim vilja en þetta sé einfaldlega ekki leið sem skili árangri, líkt og Zaha benti á. Fyrirliðar í deildinni hafa þegar fundað einu sinni um málið þar sem engin niðurstaða fékkst. Búist er við að málið verði komið á hreint áður en Arsenal mætir Crystal Palace í upphafsleik tímabilsins á föstudagskvöldið.
Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira