Viðvaranirnar taka gildi klukkan þrjú og fjögur í nótt og eru í gildi til klukkan níu og tíu annað kvöld.
Á vef Veðurstofunnar segir að búist sé við vexti í ám og lækjum og geta vatnsföll farið staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur eru grjóthruni og skriðuföllum.
Þeim sem hyggja á útivist er bent á hættu á kælingu og vosbúð vegna rigningar, strekkings norðanáttar og lágs lofthita.