Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 10:38 Gunnar Smári vandar seðlabankastjóra ekki kveðjurnar og segir hann grímulaust ganga erinda auðmanna. Hann geri engar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja en grenji úr sér augun ef skúringakonan semþrífur skrifstofuna hans vilji eiga fyrir mat út mánuðinn. vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar. Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Að sögn Ásgeirs er sú lögboðin skylda bankans, honum beri að tryggja virði gjaldmiðilsins og það þýði miklar vaxtahækkanir. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti leiðtogi Sósíalistaflokksins les viðtalið með sínum hætti: „Mitt hlutverk er að viðhalda auð hinna ríku og ég mun gera allt sem þarf til þess,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook, í orðastað Ásgeirs. Hann telur engan vafa á því leika að seðlabankastjóri gangi erinda hinna ríku, fyrst og síðast: „Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni á meðan, þið auma launafólk og annars flokks borgarar, mun ég hækka vexti til að verja auð hinna ríku og grafa með því undan lífskjörum ykkar, sprengja upp húsnæðiskostnaðinn svo þið munið ekki eiga fyrir mat fyrir börnin ykkar. Pakkið sem þið eruð; reynið að átta ykkur á hvar þið búið. Þið búið í verstöð Samherja þar sem hin fáu og ríku ráða öllu og þið engu.“ Gunnar Smári segir Ásgeir ekki gera neinar athugasemdir við methagnað banka og stórfyrirtækja né við stjórnlaust okur hinna ríku; „níðingsverk þeirra gegn samfélaginu. En hann öskrar úr sér augun þegar hann hugsar til þess að skúringakonan sem þrífur skrifstofuna hans vilji fá að eiga fyrir mat út mánuðinn.“ Sé litið til þess hversu ómyrkur í máli Gunnar Smári er má búast við því að komandi kjaraviðræður, en samningar eru lausir í haust og hefur verðbólga sett strik í reikninginn hvað varðar kaupmátt launa, muni bæði reynast harðar og snúnar.
Seðlabankinn Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10