Eyjurnar tvær tilheyra Indónesíu og ákváðu stjórnvöld þar í landi að hækka verðið til þess að vernda heimkynni drekans en stofninn er afar viðkvæmur. Talið er að aðeins þrjú þúsund drekar séu til í heiminum en einu náttúrulegu heimkynni þeirra eru á eyjunum tveimur.
Eftir að tilkynnt var um verðhækkunina hafa starfsmenn í ferðamannabransanum á eyjunum tveimur ákveðið að fara í verkfall.
„Þetta hefur skapað mikla óvissu meðal okkar. Við ákváðum að fara í verkfall þar sem við erum að lenda í miklu tapi hérna,“ hefur CNN eftir Leo Embo, leiðsögumanni í Indónesíu.
Eyjunum var lokað alfarið árið 2020 til þess að reyna að vernda stofninn en smyglarar eiga það til að heimsækja eyjuna með það eitt að markmiði að nema drekana á brott og selja á svörtum markaði. Þær voru opnaðar aftur í ár.