Heiðra minningu æðarfugla sem drápust í olíuslysi Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2022 08:24 Þessir fuglar voru meðal þeirra sem baðaðir voru í Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar. Því miður fór svo að aflífa þurfti þá alla. Aðsend/Auður Steinberg Á laugardaginn munu Súgfirðingar ganga minningargöngu til heiðurs minningar fjölmargra æðarfugla sem þurfti að aflífa eftir olíuslys á Suðureyri í mars síðastliðnum. Mikill fjöldi friðaðra æðarfugla fóru illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða í mars síðastliðnum, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Súgfirðingar komu þá upp „Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar,“ til þess að freista þess að bjarga sem flestum fuglum. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma: Nú hafa Súgfirðingar skipulagt minningargöngu til heiðurs fuglanna sem ýmist drápust eða þurfti að aflífa. Í tilkynningu frá skipuleggjanda göngunnar, Einari Mikael töframanni, segir að til að heiðra minningu fuglanna verði einnig myndaður hringur í kringum eitt hundruð fermetra Æðarfugl á fótboltavellinum á Suðureyri og loftmyndir teknar með dróna. Gangan verði gengin frá félagsheimilinu á Suðureyri að fótboltavellinum. „Við vonum að með minningarathöfninni heiðrum við minningu fuglanna og að athygli verði vakin á mikilvægi þess að verkferlar og viðbragðsáætlanir þurfi að vera til staðar er svona lagað kemur upp og hversu mikilvægar fyrirbyggjandi aðgerðir eru, til að svona mengunarslys gerist aldrei aftur,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér. Fuglar Umhverfismál Ísafjarðarbær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Mikill fjöldi friðaðra æðarfugla fóru illa út úr stórum olíuleka sem varð þegar tíu þúsund lítrar olíu láku frá olíutanki Orkubús Vestfjarða í mars síðastliðnum, niður í tjörnina á Suðureyri þar sem hún átti svo greiða leið niður í sjóinn og hafnarsvæðið. Súgfirðingar komu þá upp „Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar,“ til þess að freista þess að bjarga sem flestum fuglum. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma: Nú hafa Súgfirðingar skipulagt minningargöngu til heiðurs fuglanna sem ýmist drápust eða þurfti að aflífa. Í tilkynningu frá skipuleggjanda göngunnar, Einari Mikael töframanni, segir að til að heiðra minningu fuglanna verði einnig myndaður hringur í kringum eitt hundruð fermetra Æðarfugl á fótboltavellinum á Suðureyri og loftmyndir teknar með dróna. Gangan verði gengin frá félagsheimilinu á Suðureyri að fótboltavellinum. „Við vonum að með minningarathöfninni heiðrum við minningu fuglanna og að athygli verði vakin á mikilvægi þess að verkferlar og viðbragðsáætlanir þurfi að vera til staðar er svona lagað kemur upp og hversu mikilvægar fyrirbyggjandi aðgerðir eru, til að svona mengunarslys gerist aldrei aftur,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.
Fuglar Umhverfismál Ísafjarðarbær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42