Lýsa tapinu á Íslandi sem algjöru hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 07:31 Helgi Guðjónsson og félagar í Víkingi halda með 1-0 forskot til Póllands í næstu viku. Það er algjörlega óásættanlegt að mati pólskra fjölmiðlamanna. vísir/diego „Það eina sem er öruggt í lífinu er dauðinn, skattar og að pólsk lið tapi 1-0 á Íslandi,“ skrifar Jakub Seweryn, blaðamaður Sport.pl. Hann er einn af mörgum pólskum skríbentum sem hneykslast hafa á tapi pólsku meistaranna í Lech Poznan gegn Íslandsmeisturum Víkings í gærkvöld. Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira
Tapið er ákveðin endurtekning á sneypuför Lech Poznan til Íslands árið 2014 þegar liðið tapaði einnig 1-0, gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins í gær en eins og Seweryn og fleiri hafa bent á þá sköpuðu gestirnir frá Lech litla hættu og hefði sigur Víkinga getað verið stærri. „Það eina jákvæða er að þetta fór „bara“ 1-0 og að reglan um útivallamörk hefur verið afnumin,“ skrifaði Seweryn. Liðin mætast aftur í Póllandi í næstu viku en sigurliðið kemst áfram í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og í dauðafæri á að komast í sjálfa riðlakeppnina í haust. Íslenskt karlalið hefur aldrei leikið í riðlakeppni neinnar af Evrópukeppnunum þremur. Pólskir fjölmiðlar lýsa tapinu í gær sem hreinasta hneyksli. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ segir til að mynda útbreiddasta íþróttablað Póllands, Przeglad Sportowy, og sport.pl er með fyrirsögn í nákvæmlega sama dúr. Víkingar glöddust innan sem utan vallar þegar Ari Sigurpálsson kom þeim yfir í einvíginu við pólsku meistarana.vísir/diego Á Twitter hafa menn svo keppst við að gagnrýna eða hreinlega gera grín að frammistöðu Lech Poznan í gær og þá féllu ummæli hollenska þjálfarans John van den Brom, sem stýrir Lech, í grýttan jarðveg. Hann sagðist ekki geta tekið undir að sóknarleikur liðsins hefði verið vonlaus, þó að það hefði aðeins átt eitt skot á markið. Gátu ekki skapað eitt skitið færi „Í seinni hálfleiknum gátu þeir ekki einu sinni skapað sér eitt skitið færi. Þeir ættu að skammast mín og alla vega geri ég það. Þetta er sorglegt,“ skrifaði Filip Modrzejewski hjá Prawda Futbolu. „Engin grimmd, engar hugmyndir, alltaf aftur á bak þegar boltanum er náð... leikur Lech er ömurlegur. Og leikmannakaup hafa ekkert með það að gera,“ skrifaði Dominik Mucha, fyrrverandi blaðamaður Przegląd Sportowy, og mun fleiri dæmi mætti nefna. Lech Poznan og Víkingur mætast aftur í Póllandi næsta fimmtudagskvöld og ljóst er að pressan er mikil á pólsku meisturunum og þjálfaranum Van den Brom. Þeir leika í millitíðinni sinn þriðja leik á nýju tímabili í pólsku úrvalsdeildinni þar sem þeir hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira