„Ég hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. ágúst 2022 19:25 Bragi Jónsson og Bylgja Dís Birkisdóttir ásamt Birki Orra við fellihýsið umrædda. Vísir/Ívar Fannar Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan. Fyrir þremur vikum voru þau Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson stödd ásamt syni sínum, hinum tveggja ára Birki Orra, í útilegu með vinum á Akureyri og dvöldu þau þá fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika. „Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja. Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af. „Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi. Stöð 2/Ívar Fannar Ekki mátti miklu muna Það var þá sem hann áttaði sig á því að það væri eitthvað í loftinu. Hann opnaði renndan glugga í hýsinu, opnaði dyrnar út í flýti og dreif sig út. Þá hafði liðið yfir Bylgju en um leið og ferskt loft kom inn fór þeim báðum strax að líða betur. Birkir Orri hafði þá sofið í gegnum allt. „Ef að ég hefði ekki í rauninni áttað mig á því hvað væri að gerast og ef ég hefði ákveðið að standa af mér svimann eða þannig, þá hefði líklega liðið yfir mig í hýsinu,“ segir Bragi. Hefði það gerst hefðu þau líklegast öll farist en það hafi ekki verið spurning um mínútur heldur aðeins örfáar sekúndur. „Læknirinn á bráðamóttökunni sagði að það hefði ekki mátt miklu muna,“ segir Bylgja. Það var þó ekki gas sem að hafði lekið í fellihýsinu, líkt og marga hefði ef til vill grunað, heldur hafði koltvísýringur komið inn í gegnum miðstöðina sem var í gangi um nóttina, sem líkja má við ef að slanga yrði sett frá púströri inn í lokaðan bíl. Miðstöðin í fellihýsinu hafði líklega bilað.Stöð 2/Ívar Fannar Líklega hafi verið um bilun að ræða en þau vita það þó ekki fyrir víst. Sjálf höfðu þau ekki áður haft miðstöðina í gangi um nóttina og Á sjúkrahúsinu á Akureyri var það endanlega staðfest að um koltvísýringseitrun hafi verið að ræða. Daginn eftir var hún strax orðin betri og voru Bragi og Birkir einnig heilbrigðir en margir sem verða fyrir koltvísýringseitrun taka ekki eftir því og deyja í svefni. „Maður hefur alltaf verið hræddur við svona en hugsar kannski ekki meira út í það. Við erum náttúrulega með gasskynjara í hýsinu, þannig að maður heldur að hann sé bara að fara að dekka allt svona hættulegt,“ segir Bylgja. Hugsar aldrei að þetta komi fyrir mann sjálfan Þau ætla þó ekki að láta þessa uppákomu koma í veg fyrir fleiri ferðir með fellihýsinu, þó þau verði vissulega meira meðvituð um hætturnar. Eftir athugun á sjúkrahúsi gat fjölskyldan farið heim. Mynd/Facebook „Það eru alltaf einhverjar líkur á að eitthvað komi fyrir og það er bara eins og með allt annað, maður þarf bara að hafa varan á sér en maður hefur svo sem ekki verið að spá í þessu hingað til, það sem maður ætti kannski að vera miklu duglegri í að gera,“ segir Bragi. Þau virðast þó bæði hafa sloppið tiltölulega vel, í hið minnsta líkamlega, og kveðst Bylgja þakklát fyrir að hafa vaknað þessa nóttina. Mögulega hafi einhver verið að vaka yfir henni og hnippt í hana akkúrat á réttum tíma. „Þetta var mjög mikið andlegt sjokk, ef að ég hugsa um að við hefðum öll bara geta farið. Og þessi litli kútur á allt lífið sitt fram undan,“ segir hún og vísar til Birkis. „Maður hugsar ekkert að þetta komi fyrir sig en maður veit aldrei.“ Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Fyrir þremur vikum voru þau Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson stödd ásamt syni sínum, hinum tveggja ára Birki Orra, í útilegu með vinum á Akureyri og dvöldu þau þá fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika. „Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja. Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af. „Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi. Stöð 2/Ívar Fannar Ekki mátti miklu muna Það var þá sem hann áttaði sig á því að það væri eitthvað í loftinu. Hann opnaði renndan glugga í hýsinu, opnaði dyrnar út í flýti og dreif sig út. Þá hafði liðið yfir Bylgju en um leið og ferskt loft kom inn fór þeim báðum strax að líða betur. Birkir Orri hafði þá sofið í gegnum allt. „Ef að ég hefði ekki í rauninni áttað mig á því hvað væri að gerast og ef ég hefði ákveðið að standa af mér svimann eða þannig, þá hefði líklega liðið yfir mig í hýsinu,“ segir Bragi. Hefði það gerst hefðu þau líklegast öll farist en það hafi ekki verið spurning um mínútur heldur aðeins örfáar sekúndur. „Læknirinn á bráðamóttökunni sagði að það hefði ekki mátt miklu muna,“ segir Bylgja. Það var þó ekki gas sem að hafði lekið í fellihýsinu, líkt og marga hefði ef til vill grunað, heldur hafði koltvísýringur komið inn í gegnum miðstöðina sem var í gangi um nóttina, sem líkja má við ef að slanga yrði sett frá púströri inn í lokaðan bíl. Miðstöðin í fellihýsinu hafði líklega bilað.Stöð 2/Ívar Fannar Líklega hafi verið um bilun að ræða en þau vita það þó ekki fyrir víst. Sjálf höfðu þau ekki áður haft miðstöðina í gangi um nóttina og Á sjúkrahúsinu á Akureyri var það endanlega staðfest að um koltvísýringseitrun hafi verið að ræða. Daginn eftir var hún strax orðin betri og voru Bragi og Birkir einnig heilbrigðir en margir sem verða fyrir koltvísýringseitrun taka ekki eftir því og deyja í svefni. „Maður hefur alltaf verið hræddur við svona en hugsar kannski ekki meira út í það. Við erum náttúrulega með gasskynjara í hýsinu, þannig að maður heldur að hann sé bara að fara að dekka allt svona hættulegt,“ segir Bylgja. Hugsar aldrei að þetta komi fyrir mann sjálfan Þau ætla þó ekki að láta þessa uppákomu koma í veg fyrir fleiri ferðir með fellihýsinu, þó þau verði vissulega meira meðvituð um hætturnar. Eftir athugun á sjúkrahúsi gat fjölskyldan farið heim. Mynd/Facebook „Það eru alltaf einhverjar líkur á að eitthvað komi fyrir og það er bara eins og með allt annað, maður þarf bara að hafa varan á sér en maður hefur svo sem ekki verið að spá í þessu hingað til, það sem maður ætti kannski að vera miklu duglegri í að gera,“ segir Bragi. Þau virðast þó bæði hafa sloppið tiltölulega vel, í hið minnsta líkamlega, og kveðst Bylgja þakklát fyrir að hafa vaknað þessa nóttina. Mögulega hafi einhver verið að vaka yfir henni og hnippt í hana akkúrat á réttum tíma. „Þetta var mjög mikið andlegt sjokk, ef að ég hugsa um að við hefðum öll bara geta farið. Og þessi litli kútur á allt lífið sitt fram undan,“ segir hún og vísar til Birkis. „Maður hugsar ekkert að þetta komi fyrir sig en maður veit aldrei.“
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira