Starfsfólk spítalans rífist hvert við annað Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. ágúst 2022 13:08 Magnús Karl segir að millistjórnendur og skrifstofufólk séu ekki vandamálið. Háskóli Íslands Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12