Starfsfólk spítalans rífist hvert við annað Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. ágúst 2022 13:08 Magnús Karl segir að millistjórnendur og skrifstofufólk séu ekki vandamálið. Háskóli Íslands Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Björn Zoëga, nýr formaður stjórnar Landspítalans olli usla fyrr í mánuðinum þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum spítalans í hagræðingarskyni. Hann sagði að fjórir til fimm skrifstofumenn væru ráðnir fyrir hvern klínískan starfsmann og að forgangsraða þyrfti verkefnum. Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, ræddi málið á Sprengisandi í morgun og hann kveðst ósammála Birni. Hann segir að markviss niðurskurður í heilbrigðiskerfinu síðustu árin sé fullkomlega ljós. „Hlutfall okkar þjóðartekna til heilbrigðismála hefur farið sílækkandi og þetta eru pólitískar ákvarðanir. En þetta hefur gerst svolítið án þess að almenningur hafi verð sammála því eða átti sig á því. Og við erum komin í þessa stöðu núna að heilbrigðisstarfsfólk er komið upp við vegg og er farið að rífast hvort við annað innan stofnunarinnar um hvaða geiri hefur tekið á sig mestan niðurskurð,“ segir Magnús Karl. Hann telur að umræðan hafi skapað slæman anda á spítalanum. Sjálfsagt sé að hagræða í rekstri ef það sé raunin en liggi einfaldlega ekki ljóst fyrir. „Við erum komin núna í þessar hörðu deilur innan stofnunarinnar um það hverjum við eigum að kenna um, þegar við erum að horfa á þróun sem hefur átt sér stað yfir 20-25 ár, þar sem við vorum með mest útgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu borið saman við Norðurlöndin, yfir í það að vera umtalsvert lægst á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Karl. Starfsfólk berjist í bökkum „Ef að við erum með óþarfa millilög þá er sjálfsagt mál að hreinsa út en í mínum huga, samkvæmt almennri skynsemi, ef að við erum með litla peninga í kerfi, þá bendir það ekki beint til þess að það sé mikil sóun í því kerfi. Þegar við horfum á þessar stóru tölur í heilbrigðismálum, hvernig stöndum við okkur? Við stöndum okkur bara býsna vel,“ heldur hann áfram. Magnús Karl ítrekar að augljós þreyta sé meðal starfsmanna á Landspítalanum. Þreytuna sé ekki hægt að skrifa á skipan spítalans eða einstakar deildir, enda sé nýting á spítalanum 90-95 prósent, sem sé langt umfram það sem telja megi eðlilegt. „Þetta er þreyta, þar sem fólk er stöðugt að berjast í bökkum og getur kannski ekki sinnt sínum störfum vegna fjárskorts; vegna mönnunarvanda og munum að mönnunarvandi er bara það sama og fjárskortur. Við getum ráðið inn í kerfið ef við höfum næga peninga. Mönnunarvandinn er að stórum hluta vegna þess að það er fjárskortur,“ segir Magnús Karl. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24. júlí 2022 21:12