Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 13:42 Frá Íslandsheimsókn frændanna James og Tamson Hatuikulipi ásamt fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shanghala sem nú liggur undir grun namibískra saksóknara um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum. Þeir prýða forsíðu dagblaðsins Namibian sun í dag. Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu kom hingað til lands fyrr í sumar ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur, eins og greint var frá í fjölmiðlum. „Þeir þrír Íslendingar sem voru viðriðnir mútuskandalinn í sjávarútveginum, munu sennilega aldrei stíga fæti inn í Nambíu aftur til að svara fyrir meintu glæpi þeirra". Svona hefst grein Namibian Sun um, að því er virðist, misheppnaða ferð sendinefndar namibískra yfirvalda til Íslands. Nú muni namibísk yfirvöld því grípa til annarra diplómatískra og pólitískra ráðstafana til að ná sínu framgengt. Ekki hafi þó enn verið lögð fram formleg beiðni um framsal mannanna. Namibísk yfirvöld eru sögð afar ósátt með samráðsvilja íslenskra yfirvalda í málinu og telja að það muni hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson eru þeir Íslendingar sem nú liggja undir grun namibískra saksóknara. Í heimalandinu eru það meðal annars fyrrverandi ráðherarnir Bernard Esau og Sacky Shanghala sem liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum í skiptum fyrir fiskikvóta. Þeir voru einnig fyrirferðamiklir í umfjöllun Kveiks um málið. Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.wikileaks „Móttökuritari með skrautfjaðrir og engin völd“ sendur í stað Jóns Í umfjöllun Namibian sun er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig sagður hafa beðist undan því að hitta sendinefnina og sent aðstoðarmann sinn, Brynjar Níelsson í hans stað. Það hafi móðgað sendinefndina enda séu aðstoðarmenn ráðherra ekkert annað en „fjaðurskreyttir móttökuritarar sem hafa í raun engin völd,“ eins og segir í greininni og ætti ekki vera þátttakandi í svo alvarlegum samræðum. Tvennum sögum fer þó af þessum fundi Brynjars og namibísku nefndarinnar. Í umfjöllun Vísis er haft eftir Brynjari þar sem hann segist ekki hafa áttað sig á því hvers eðlis fundurinn var. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. Hart hefur verið tekist á um fundinn og hefur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fordæmt svör Brynjars um efni fundarins. Enginn pólitískur vilji Í umfjölluninni er einnig haft eftir Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International þar sem hann segir Ísland skorta pólitískan vilja til þess að takast á við spillingu. „Ríkisstjórnin virðist harðákveðin í því að sýna fram á að Ísland skorti, ekki aðeins bolmagn til að ná réttlæti í Samherjamálinu, heldur hafa stjórnmálamenn okkar ekki nokkurn áhuga á því að ná fram réttlæti," segir Atli í samtali við Namibian sun. Í sendinefndinni voru ásamt aðstoðarmanni forsætisráðherra, Nandi-Ndaitwah, meðal annars saksóknarinn Martha Imalwa og formaður Samtaka gegn spillingu (ACC), Erna van der Merwe. Fram kemur í greininni að Nandi-Ndaitwah hafi komið á undan hinum nefndarmönnum til að funda með íslenskum ráðamönnum. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Varaforsætisráðherra Namibíu kom hingað til lands fyrr í sumar ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur, eins og greint var frá í fjölmiðlum. „Þeir þrír Íslendingar sem voru viðriðnir mútuskandalinn í sjávarútveginum, munu sennilega aldrei stíga fæti inn í Nambíu aftur til að svara fyrir meintu glæpi þeirra". Svona hefst grein Namibian Sun um, að því er virðist, misheppnaða ferð sendinefndar namibískra yfirvalda til Íslands. Nú muni namibísk yfirvöld því grípa til annarra diplómatískra og pólitískra ráðstafana til að ná sínu framgengt. Ekki hafi þó enn verið lögð fram formleg beiðni um framsal mannanna. Namibísk yfirvöld eru sögð afar ósátt með samráðsvilja íslenskra yfirvalda í málinu og telja að það muni hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson eru þeir Íslendingar sem nú liggja undir grun namibískra saksóknara. Í heimalandinu eru það meðal annars fyrrverandi ráðherarnir Bernard Esau og Sacky Shanghala sem liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherjamönnum í skiptum fyrir fiskikvóta. Þeir voru einnig fyrirferðamiklir í umfjöllun Kveiks um málið. Bernhard Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.wikileaks „Móttökuritari með skrautfjaðrir og engin völd“ sendur í stað Jóns Í umfjöllun Namibian sun er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig sagður hafa beðist undan því að hitta sendinefnina og sent aðstoðarmann sinn, Brynjar Níelsson í hans stað. Það hafi móðgað sendinefndina enda séu aðstoðarmenn ráðherra ekkert annað en „fjaðurskreyttir móttökuritarar sem hafa í raun engin völd,“ eins og segir í greininni og ætti ekki vera þátttakandi í svo alvarlegum samræðum. Tvennum sögum fer þó af þessum fundi Brynjars og namibísku nefndarinnar. Í umfjöllun Vísis er haft eftir Brynjari þar sem hann segist ekki hafa áttað sig á því hvers eðlis fundurinn var. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi. Hart hefur verið tekist á um fundinn og hefur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fordæmt svör Brynjars um efni fundarins. Enginn pólitískur vilji Í umfjölluninni er einnig haft eftir Atla Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International þar sem hann segir Ísland skorta pólitískan vilja til þess að takast á við spillingu. „Ríkisstjórnin virðist harðákveðin í því að sýna fram á að Ísland skorti, ekki aðeins bolmagn til að ná réttlæti í Samherjamálinu, heldur hafa stjórnmálamenn okkar ekki nokkurn áhuga á því að ná fram réttlæti," segir Atli í samtali við Namibian sun. Í sendinefndinni voru ásamt aðstoðarmanni forsætisráðherra, Nandi-Ndaitwah, meðal annars saksóknarinn Martha Imalwa og formaður Samtaka gegn spillingu (ACC), Erna van der Merwe. Fram kemur í greininni að Nandi-Ndaitwah hafi komið á undan hinum nefndarmönnum til að funda með íslenskum ráðamönnum.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira