Serena Williams hættir Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 13:24 Serena Williams ætlar að hætta að keppa í tennis eftir nokkrar vikur, eftir einstakan feril. Getty Tennisstjarnan Serena Williams greinir frá því í grein sem Vogue birtir í dag að hún muni leggja tennisspaðann á hilluna eftir nokkrar vikur. Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna. Tennis Bandaríkin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Williams, sem verður 41 árs í september, stefnir á að keppa á U.S. Open sem fram fer í New York 29. ágúst til 11. september. Eftir það ætlar þessi einstaka íþróttakona að láta gott heita. Williams hefur unnið 23 risamót, einu fleiri en Steffi Graf, og er aðeins einum risatitli frá því að jafna met Margaret Court sem þó keppti þegar aðeins áhugamenn máttu keppa á risamótunum. Mögulega gæti Williams náð því meti í New York og hún segist vissulega vilja það. Í greininni á vef Vogue segist Serena hafa átt mjög erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri sér og öðrum að sá tímapunktur nálgist að hún þurfi að hætta. Hún hafi í raun aðallega rætt það við sálfræðing sinn. „Ég vildi aldrei þurfa að velja á milli tennis og fjölskyldunnar. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Ef að ég væri gaur þá væri ég ekki að skrifa þetta því ég væri þarna úti að spila og vinna sigra á meðan að konan mín sæi um líkamlega þáttinn við að stækka fjölskylduna,“ segir Serena. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) „Ég hef aldrei kunnað við orðið starfslok (e. retirement),“ segir hún og bætir við: „Kannski er best að lýsa því sem ég stend frammi fyrir sem þróun. Ég er hérna til að segja ykkur að ég er að þróast frá tennis, í átt að öðrum hlutum sem eru mér kærir. Fyrir nokkrum árum stofnaði ég Serena Ventures, fyrirtæki í áhættufjármögnun. Skömmu síðar stofnaði ég fjölskyldu. Ég vil stækka þessa fjölskyldu,“ en grein Serenu má lesa hér. Serena Williams með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna ástralska mótið árið 2017. Það var hennar 23. risamótstitill og engin hefur unnið fleiri í nútímatennis.Getty/Scott Barbour Á ferli sínum hefur Serena Williams alls unnið 73 einstaklingstitla og þar af 23 risamótstitla eins og fyrr segir. Það hefur skilað henni yfir 94 milljónum Bandaríkjadala í verðlaunafé, eða hátt í 13 milljörðum króna.
Tennis Bandaríkin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira