„Sumarið fjarri því búið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 20:29 Siggi stormur segir að sumarið sé fjarri því að vera búið og að í ágúst megi búast við sumarhita. Vísir/Vilhelm Siggi stormur segir að júní og júlí hafi verið blautir mánuðir og skrölt undir meðallagi. Hins vegar segir hann að sumarið sé fjarri því að vera búið þegar ágústmánuður sé skoðaður, á norður- og norðausturlandi komi kaflar með „yndislegu veðri og sumri og sól.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur betur þekktur sem Siggi stormur, kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og talaði um veðrið í sumar, bæði það sem er liðið og það sem er framundan. Þar sagðist hann getað tekið undir með mörgum sem hafi ekki litist á blikuna varðandi júní og júlí. Þeir mánuðir hafi verið að „skrölta um eða undir meðallagi í öllum mælingum“ miðað við meðaltöl síðastliðinn tíu og jafnvel þrjátíu ár. Hann sagði að í sumar væru búin að vera mikil úrkoma og vatnsmiklar lægðir sem sé ekki það sem fólk leiti að þegar það hugsar um sumar. Hins vegar segir hann að þegar hann hafi verið að skoða tíðarfarsspárnar í maí var ljóst að júní og júlí yrðu „mellow mánuðir“ nærri meðallagi en síðan væri að sjá „spennandi hluti“ og „skýr merki um að það yrðu breytingar í ágústmánuði,“ segir hann. Spennandi hlutir í ágústmánuði Hann segir að frá mánaðamótum hafi orðið viðsnúningur í hitastigi á norðurlandi og austurlandi. Þar hafi orðið umpólun á hlýrra lofti sem komi úr suðvestri og þar sé að finna sumarhita. „Vandinn er sá, sem er dapurlegt, er að úrkomuspárnar eru enn talsvert blautar. En góðu fréttirnar í því eru að það koma góðir kaflar með yndislegu veðri og sumri og sól.“ „Sumarið er fjarri því búið þegar þú ert að tala um tuttugu gráðu hita og sól með köflum á þessum bestu stöðum,“ segir Siggi þegar hann skoðar veðrið heilt yfir. Þá segist hann líka sjá mjög flotta daga bæði sunnan og norðan heiða framundan. Veður Tengdar fréttir Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40 Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur betur þekktur sem Siggi stormur, kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og talaði um veðrið í sumar, bæði það sem er liðið og það sem er framundan. Þar sagðist hann getað tekið undir með mörgum sem hafi ekki litist á blikuna varðandi júní og júlí. Þeir mánuðir hafi verið að „skrölta um eða undir meðallagi í öllum mælingum“ miðað við meðaltöl síðastliðinn tíu og jafnvel þrjátíu ár. Hann sagði að í sumar væru búin að vera mikil úrkoma og vatnsmiklar lægðir sem sé ekki það sem fólk leiti að þegar það hugsar um sumar. Hins vegar segir hann að þegar hann hafi verið að skoða tíðarfarsspárnar í maí var ljóst að júní og júlí yrðu „mellow mánuðir“ nærri meðallagi en síðan væri að sjá „spennandi hluti“ og „skýr merki um að það yrðu breytingar í ágústmánuði,“ segir hann. Spennandi hlutir í ágústmánuði Hann segir að frá mánaðamótum hafi orðið viðsnúningur í hitastigi á norðurlandi og austurlandi. Þar hafi orðið umpólun á hlýrra lofti sem komi úr suðvestri og þar sé að finna sumarhita. „Vandinn er sá, sem er dapurlegt, er að úrkomuspárnar eru enn talsvert blautar. En góðu fréttirnar í því eru að það koma góðir kaflar með yndislegu veðri og sumri og sól.“ „Sumarið er fjarri því búið þegar þú ert að tala um tuttugu gráðu hita og sól með köflum á þessum bestu stöðum,“ segir Siggi þegar hann skoðar veðrið heilt yfir. Þá segist hann líka sjá mjög flotta daga bæði sunnan og norðan heiða framundan.
Veður Tengdar fréttir Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40 Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Rigning í kortunum þessa vikuna Skilin sem gengu yfir landið í gær eru nú komin norður fyrir land og í dag verða sunnan 8-15 m/s og skúrir, en lengst af þurrt og bjart veður á norðaustanverðu landinu. Næsta lægð kemur inn á Grænlandshaf seinnipartinn og þá færist úrkomubakki inn yfir sunnanvert landið með samfelldri rigningu. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 8. ágúst 2022 07:40
Veður í júlí sjaldan eins skítt Veðurfar það sem af er sumri hefur verið í slöku meðallagi. Þetta upplýsir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinn. Meðalhitinn í júlí var einni gráðu lægri að meðaltali en á tímabilinu 1991 til 2020. 2. ágúst 2022 15:09