Umfjöllun: KA-Ægir 3-0 | Bikarævintýri Ægis lauk á Akureyri Smári Jökull Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 20:08 KA-menn verða að teljast líklegri aðilinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á 2.deildar liði Ægis frá Þorlákshöfn á Akureyri í kvöld. Sigurinn var torsóttur og öll mörk KA komu á síðasta stundarfjórðungi leiksins. KA var töluvert sterkari aðilinn í leiknum og átti ansi mörg færi til að skora en vörn Ægis stóð vaktina vel og þá átti Stefán Blær Jóhannsson frábæran leik í marki Ægis. Hann varði meðal annars í þrígang í stöng eða slá auk þess að grípa vel inn í þegar á þurfti að halda. Staðan í hálfleik var 0-0. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. KA sótti meira en Ægir átti sínar sóknir. Leikurinn var markalaus allt þar til á 76.mínútu leiksins þegar Sveinn Margeir Hauksson braut ísinn fyrir KA menn og kom þeim í 1-0. Hann fékk boltann aleinn á fjærstönginni og þurfti lítið annað að gera en að rúlla knettinum yfir marklínuna. Eftir markið var aldrei spurning hvaða lið færi með sigur af hólmi. Ægismenn virtust búnir með orkuna og náðu ekki að ógna marki KA að ráði. Nökkvi Þeyr Þórisson kláraði leikinn með tveimur fallegum mörkum í uppbótartíma og KA fagnaði góðum sigri og sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Af hverju vann KA? KA hefur auðvitað á að skipa töluvert sterkara liði en Ægir enda í Bestu deildinni á meðan Ægir er í þriðju efstu deild. Ægismenn gerðu hins vegar vel, vörðust af krafti og áttu nokkrar hættulegar sóknir þegar færi gafst á. KA menn voru þolinmóðir og hefðu átt að vera búnir að skora áður en mark Sveins Margeirs kom loksins á 76.mínútu. Þá voru Ægismenn orðnir mjög þreyttir og þeir áttu enga orku eftir til að koma til baka. Þessir stóðu upp úr: Stefán Blær Jóhannsson í marki Ægis varði oft á tíðum frábærlega og sérstaklega glæsileg var varsla hans í fyrri hálfleik þegar hann varði skot Daníels Hafsteinssonar í þverslána og yfir. Stefan Dabetic var sömuleiðis góður í vörn Ægismanna. Hjá KA var Nökkvi Þeyr góður og þegar hann skoraði mörkin tvö undir lokin sýndi hann hversu miklum gæðum hann býr yfir þegar klára á færin. Sveinn Margeir átti ágæta spretti sem og Þorri Mar. Hvað gekk illa? KA liðinu gekk lengi vel illa að skapa sér opin færi þó svo að þeim hafi fjölgað eftir því sem leið á leikinn. Þá gekk þeim ekki sérlega vel að nýta þau færi sem þeir fengu. Ægir barðist hetjulega í kvöld en það dugði ekki til. Þeir hefðu á köflum þurft að ná að halda boltanum lengur innan liðsins til að ná að létta aðeins á pressu KA-liðsins. Þá gerðu þeir klaufalega mistök í fyrsta marki KA þegar Sveinn Margeir gleymdist algjörlega á fjærstönginni. Hvað gerist næst? Ægir er úr leik og öskubuskuævintýri þeirra í Mjólkurbikarnum því lokið. Það er frábær árangur hjá liðinu að komast í 8-liða úrslit og þeir geta gengið sáttir frá borði. KA er hins vegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Það kemur í ljós á morgun og á föstudag hvaða lið fylgja þeim þangað. Mjólkurbikar karla KA
KA er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á 2.deildar liði Ægis frá Þorlákshöfn á Akureyri í kvöld. Sigurinn var torsóttur og öll mörk KA komu á síðasta stundarfjórðungi leiksins. KA var töluvert sterkari aðilinn í leiknum og átti ansi mörg færi til að skora en vörn Ægis stóð vaktina vel og þá átti Stefán Blær Jóhannsson frábæran leik í marki Ægis. Hann varði meðal annars í þrígang í stöng eða slá auk þess að grípa vel inn í þegar á þurfti að halda. Staðan í hálfleik var 0-0. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. KA sótti meira en Ægir átti sínar sóknir. Leikurinn var markalaus allt þar til á 76.mínútu leiksins þegar Sveinn Margeir Hauksson braut ísinn fyrir KA menn og kom þeim í 1-0. Hann fékk boltann aleinn á fjærstönginni og þurfti lítið annað að gera en að rúlla knettinum yfir marklínuna. Eftir markið var aldrei spurning hvaða lið færi með sigur af hólmi. Ægismenn virtust búnir með orkuna og náðu ekki að ógna marki KA að ráði. Nökkvi Þeyr Þórisson kláraði leikinn með tveimur fallegum mörkum í uppbótartíma og KA fagnaði góðum sigri og sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Af hverju vann KA? KA hefur auðvitað á að skipa töluvert sterkara liði en Ægir enda í Bestu deildinni á meðan Ægir er í þriðju efstu deild. Ægismenn gerðu hins vegar vel, vörðust af krafti og áttu nokkrar hættulegar sóknir þegar færi gafst á. KA menn voru þolinmóðir og hefðu átt að vera búnir að skora áður en mark Sveins Margeirs kom loksins á 76.mínútu. Þá voru Ægismenn orðnir mjög þreyttir og þeir áttu enga orku eftir til að koma til baka. Þessir stóðu upp úr: Stefán Blær Jóhannsson í marki Ægis varði oft á tíðum frábærlega og sérstaklega glæsileg var varsla hans í fyrri hálfleik þegar hann varði skot Daníels Hafsteinssonar í þverslána og yfir. Stefan Dabetic var sömuleiðis góður í vörn Ægismanna. Hjá KA var Nökkvi Þeyr góður og þegar hann skoraði mörkin tvö undir lokin sýndi hann hversu miklum gæðum hann býr yfir þegar klára á færin. Sveinn Margeir átti ágæta spretti sem og Þorri Mar. Hvað gekk illa? KA liðinu gekk lengi vel illa að skapa sér opin færi þó svo að þeim hafi fjölgað eftir því sem leið á leikinn. Þá gekk þeim ekki sérlega vel að nýta þau færi sem þeir fengu. Ægir barðist hetjulega í kvöld en það dugði ekki til. Þeir hefðu á köflum þurft að ná að halda boltanum lengur innan liðsins til að ná að létta aðeins á pressu KA-liðsins. Þá gerðu þeir klaufalega mistök í fyrsta marki KA þegar Sveinn Margeir gleymdist algjörlega á fjærstönginni. Hvað gerist næst? Ægir er úr leik og öskubuskuævintýri þeirra í Mjólkurbikarnum því lokið. Það er frábær árangur hjá liðinu að komast í 8-liða úrslit og þeir geta gengið sáttir frá borði. KA er hins vegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Það kemur í ljós á morgun og á föstudag hvaða lið fylgja þeim þangað.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti