Kænugarður vígður við rússneska sendiráðið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 12:05 Listafólkið og hjónin Óskar Hallgrímsson og hin úkraínska Mariika Lobyntseva voru fengin til að hanna skiltið. vísir/Sigurjón Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu. Sett var upp skilti sem listafólkið og hjónin Óskar Hallgrímsson og hin úkraínska Mariika Lobynsteva hönnuðu. Nafngiftin var samþykkt einróma í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í vor og sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri við vígsluna í morgun hana undirstrika stuðning borgarinnar. Torgið er nærri rússneska sendiráðinu.vísir/Sigurjón „Þetta hefur fyrst og fremst táknræna þýðingu. Þetta stöðvar ekki stríð og linar ekki þjáningar en undirstrikar stuðning Reykjavíkur við Kænugarð og stuðning Íslendinga við Úkraínu. Og kannski undirstrikar líka að við þurfum að vera tilbúin til þess að standa með Úkraínu og taka Úkraínufólki opnum örmum eins lengi og stríðið stendur,“ sagði Dagur á nýju Kænugarðstorgi í morgun. Skiltið var sett upp í morgun.Vísir/Sigurjón Kristófer Gajavsky, sem hefur aðstoðað úkraínskt flóttafólk á Íslandi og skipulagt ýmsa viðburði, segir staðsetninguna við rússneska sendiráðið mikilvæga. „Það má alveg segja að þetta sé þyrnir í augum þeirra, að við séum hér að standa saman á móti stríði,“ segir Kristófer og bætir við að torgið geti veitt fólki von. „Fyrir okkur er þetta risa stór hátíð í dag.“ Reykjavík Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Sett var upp skilti sem listafólkið og hjónin Óskar Hallgrímsson og hin úkraínska Mariika Lobynsteva hönnuðu. Nafngiftin var samþykkt einróma í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í vor og sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri við vígsluna í morgun hana undirstrika stuðning borgarinnar. Torgið er nærri rússneska sendiráðinu.vísir/Sigurjón „Þetta hefur fyrst og fremst táknræna þýðingu. Þetta stöðvar ekki stríð og linar ekki þjáningar en undirstrikar stuðning Reykjavíkur við Kænugarð og stuðning Íslendinga við Úkraínu. Og kannski undirstrikar líka að við þurfum að vera tilbúin til þess að standa með Úkraínu og taka Úkraínufólki opnum örmum eins lengi og stríðið stendur,“ sagði Dagur á nýju Kænugarðstorgi í morgun. Skiltið var sett upp í morgun.Vísir/Sigurjón Kristófer Gajavsky, sem hefur aðstoðað úkraínskt flóttafólk á Íslandi og skipulagt ýmsa viðburði, segir staðsetninguna við rússneska sendiráðið mikilvæga. „Það má alveg segja að þetta sé þyrnir í augum þeirra, að við séum hér að standa saman á móti stríði,“ segir Kristófer og bætir við að torgið geti veitt fólki von. „Fyrir okkur er þetta risa stór hátíð í dag.“
Reykjavík Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira