Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Vísir Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag. Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Það hefur ekki orðið til þess að ferðamenn vilji síður berja eldgosið augum en bílastæðin við gosstöðvarnar voru full um miðjan daginn í dag. Bílastæðin voru nærri full.Vísir/Ívar Fannar „Það er mikill hugur í fólki og núna eftir þessar lokanir sem hafa verið í gildi, fólk er óþreyjufullt og vill komast og er mjög spennt,“ segir Ólafur Jón Jónsson björgunarsveitarmaður. Hafiði einhverja tölu á því hve margir hafa komið hérna í gegn? „Ekki hugmynd en þetta skiptir sko mörg hundruðum og ég hugsa að það sá á annað þúsund sem hefur farið fram hjá mér núna þessa tvo tíma sem ég er búinn að vera hérna.“ Vel hafi gengið í dag. Fólk hafi verið vel búið og ekki hafi þurft að snúa neinum við sem voru með börn undir tólf ára aldri með sér. Svo virðist þó sem bannið hafi farið fram hjá einhverjum. Vissirðu að börn undir tólf ára megi ekki fara upp að eldgosinu? „Nei, ég vissi það ekki. En hann er orðinn tólf ára svo mér fannst það vera í lagi,“ segir Dustin frá Kanada, sem fréttastofa hitti á við gosstöðvarnar. Sömu sögu hafði Astrid frá Noregi að segja. „Ég vissi þetta ekki en maðurinn minn sá að það var 12 ára takmark. Við ætlum ekki að ganga alla leið að nýja eldfjallinu. Við ætlum að ganga að gamla hrauninu og þegar þeir verða þreyttir snúum við aftur við. Maðurinn minn og elsti sonur okkar halda svo áfram að eldfjallinu.“ Peter frá Nýja-Sjálandi vissi heldur ekki af banninu en hann var með börnin sín Max og Emmu með sér. Þau höfðu gengið alla leið að gosinu og voru orðin þreytt. „Við erum þreytt, þetta var frekar langt labb.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11 Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36
Hraun við það að renna út úr Meradölum Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 10. ágúst 2022 14:11
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37