„Nei mér finnst það ekki boðlegt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs og Dagur B. Eggertssonar er borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Reykjavík sem ekki hafa fengið leikskólapláss söfnuðust saman í ráðhúsinu í morgun til þess að mótmæla stöðunni. Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir stöðuna ekki boðlega. „Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
„Þú þarft að finna út úr þessu“ Kristín Tómasdóttir skipulagði mótmælin. Þegar borgarfulltrúar mættu á svæðið þjarmaði hún að þeim og krafðist lausna. „Við höfum ekki tíma. Okkar þekking og störf nýtast ekki atvinnulífinu á meðan þið eruð að skoða einhverjar áætlanir. Við þurfum að sjá lausnir. Þið þurfið að grípa til einhverra aðgerða svo að við fáum leikskólapláss 1. september. Október, nóvember eða janúar dugar ekki. Við getum ekki verið atvinnulaus þangað til, það er ekki hægt. Því miður. Þú verður að finna út úr þessu, finna lausnir,“ sagði Kristín við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í morgun. Hvernig slær það þig að sjá alla þessa foreldra í dag? „Mér finnst bara gaman að sjá fólk í ráðhúsinu. Þetta er auðvitað mikið forgangsmál hjá borginni að brúa bilið. Við erum að setja bæði mikla fjármuni og mikinn kraft í þessi verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Ég hugsa að þessum foreldrum finnist ekki jafn gaman að vera hér og þér finnst að sjá þau í ráðhúsinu. Nú eru nokkrir mánuðir síðan leikskólaplássum var lofað í kosningunum og hér erum við í dag? „Brúum bilið áætlunin, hún var sett af stað fyrir fjórum árum og var talið að hún tæki allt að sex ár í framkvæmd. Hefur gengið vel þannig við gáfum það út síðasta vetur að við yrðum líklega ári á undan áætlun og bundum vonir við það að núna í september yrðu börn fædd í september í fyrra fyrstu tólf mánaða börnin inn. Við fáum upplýsingar í borgarráði í næsta mánuði um hvernig þetta gengur, en skóla- og frístundasvið flaggaði á það í byrjun sumars að vegna fjölgunar barna vegna flutninga til Reykjavíkur þá væri óvíst að þetta næðist,“ sagði Dagur. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir þetta miður. „Af því að þessu var lofað fyrir kosningar af þeim sem réðu hér áður. Áætlanir voru metnaðarfullar um að fjölga plássum og síðan hefur bara eitthvað gerst,“ sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Hvað getið þið gert? Ertu inni í þessum málum? „Við erum tiltölulega nýkomin að málum í Ráðhúsinu og þetta hefur ekki verið á okkar borði í borgarráði síðan við komum til starfa, en við munum leita allra leiða til að leysa málin.“ Finnst þér þetta boðlegt? „Nei mér finnst það ekki boðlegt.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59 Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01 Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. 11. ágúst 2022 14:59
Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. 10. ágúst 2022 13:01
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01