Fótbolti

Pat­rik Sigurður varði víti er Viking fór á­fram í Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson varði vítaspyrnu í kvöld.
Patrik Sigurður Gunnarsson varði vítaspyrnu í kvöld. Twitter@vikingfotball

Norska knattspyrnuliðið Viking er komið áfram í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu þrátt fyrir 1-0 tap gegn Sligo Rovers frá Írlandi. Það kom ekki að sök þar sem Viking vann fyrri leik liðanna 5-1 í Noregi.

Patrik Sigurður Gunnarsson var á sínum stað í marki Viking og varði vítaspyrnu á 73. mínútu leiksins er staðan var orðin 1-0 fyrir Sligo Rovers. Mark þar hefði ef til vill ekki ógnað forystu gestanna mikið en staðan í einvíginu hefði þá verið orðin 5-3 og það getur allt gerst í fótbolta.

Samúel Kári Friðjónsson var einnig í byrjunarliði Viking en hann lék allan leikinn á miðju leiksins. Hann nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik.

Lokatölur 1-0 og Viking er komið áfram í umspilið um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×