Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þar sem farið er yfir stöðu mála við gosstöðvarnar.
Þar segir að þrettán manna hópur hafi villst af leið A í nótt, þrátt fyrir að gönguleiðin sé ágætlega vörðuð stikum, eins og það er orðað í tilkynningu lögreglunnar.

Að auki var fimm manna hópi göngumanna vísað inn á réttu leið eftir að hafa einnig villst af leiðinni.
Alls fóru 4.697 um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu.
Horfa má á beina útsendingu frá gosinu hér að neðan.