Lífríki í ám og sjó ógnað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 13:00 Skeljatínsla á Norður-Spáni Xurxo Lobato/ Getty Images Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum. Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig. Loftslagsmál Dýr Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Konurnar sem hafa skeljatínslu að lifibrauði í Galisíu á Norður-Spáni, hafa áhyggjur. Skeljarnar eru að hverfa og þær eru að minnka. Þær segja deginum ljósara að þetta sé vegna loftslagsbreytinga. Þetta eru aðallega hjartaskel og manilluskel, sem eru eftirsótt sælkerafæði á veitingahúsum um allan Spán. Ekki bara loftslagsbreytingar Á nokkrum árum hefur framleiðslan og ræktunin dregist saman um helming. Sérfræðingar segja að hluti ástæðnanna séu loftslagsbreytingar, en fleira kemur til; aukin mengun og innrás ágengra tegunda í lífríkið sem drepa allt sem á vegi þeirra verður. Ein athyglisverð ástæða er aukin úrkoma á norðanverðum Spáni. Það veldur því að saltinnihald sjávar lækkar. Suma daga um allt að 60%. Þar sem skeljarnar eru ræktaðar er saltinnihaldið um 30 grömm á lítra. Eftir mikla úrkomu lækkar það niður í 5 til 10 grömm. Í svo fjandsamlegu umhverfi lokar skelin sér til þess að vernda sig þar til saltið eykst að nýju. Að endingu verður skelin að opna sig og þetta lága saltinnihald veldur bæði því að skelin vex ekki og/eða hún drepst. Sama gerist þegar hitabylgjur ríða yfir. Þá verður sjórinn á grunnsævi bókstaklega heitur, skeljarnar grafa sig þá í sandinn, í leit að kælingu. Og þegar hitabylgjurnar standa lengi yfir þá verður skelin að endingu að koma upp úr sandinum og hún þolir ekki hitann og drepst. Innrásartegundir ógna lífríkinu Annað vandamál í vatnalífríki Spánar er ameríski mýrarkrabbinn sem nam land í ferskvatnsám fyrir nokkrum áratugum. Hann hefur fengið viðurnefnið „hrægammur ánna“, enda eru sumar ár orðnir með öllu líflausar sprænur vegna hans. Mýrarkrabbinn ræðst á og étur allt sem á vegi hans verður, fiska, froskdýr, smáfugla og jafnvel uppskeru í nágrenni árinnar. Nú er svo komið að sums staðar er öllum leyft að veiða eins mikið og þeir geta af þessum gómsæta skaðvaldi, en þeim er stranglega bannað að selja hann. Menn hafa nefnilega rekið sig á að þegar þessi krabbi er seldur, lifandi, eins og gengur og gerist, þá hafa dýraverndunarsinnar gjarnan tekið sig til, keypt þá í stóru magni og sleppt þeim út í árnar. Þar sem þeir gera ekkert nema drepa allt kvikt í kringum sig.
Loftslagsmál Dýr Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira