Skógareldar í nágrenni Íslendingabyggða á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. ágúst 2022 20:14 Reykjarmökkurinn undan gróðureldunum sést úr töluverðri fjarlægð. Vísir/Daniel Giarizzo Skógareldur braust út í bænum Guardamar del Segura, skammt sunnan við Alicante síðdegis. Eldar loga í um tíu metra fjarlægð frá íbúðarhúsum. Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust. Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Upptök eldsins eru talin vera í nágrenni við kirkjugarð bæjarins sem telur um 16 þúsund íbúa, en miklu fleiri eru þar yfir sumartímann. Eldurinn ógnar þó ekki bænum sjálfum þar sem hraðbrautin er á milli elds og bæjar, en eldur logar glatt í skóginum, rétt um tíu metra frá hraðbrautinni. Þá eru nokkur íbúðarhús í örskotsfjarlægð frá eldinum, mikið til íbúðir sem erlendir ferðamenn leigja yfir sumartímann. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Brynja Hlíðar tók af vettvangi. Eldarnir sjást frá Íslendingabyggðum Guardamar del Segura er nágrannabær Torrevieja og Orihuela Costa þar sem fjölmargir Íslendingar búa og dvelja í leyfum allt árið um kring. Eldurinn sést greinilega frá Torrevieja og þá er orðið vart við brunafnyk í bænum. José Luis Sáez, bæjarstjóri Guardamar del Segura, segir í samtali við Información að til allrar guðs lukku sé vindátt hagstæð og að sem stendur þurfi ekki að rýma nein hús. Hins vegar hafi bæjarbúum brugðið illilega í brún þegar brunalykt og gríðarlega dökkan reyk fór að leggja upp í loftið. Mikill fjöldi manna hefur flykkst að síðdegis og fylgist með eldinum og slökkvistarfinu. Baráttan við eldana í sjóðandi hita Tvær sjóflugvélar og tvær þyrlur eru á flugi í nágrenni við eldana, önnur þyrlan er með vatnskörfu sem hún hellir yfir eldinn. Þá er allt tiltækt slökkvilið Guardamar og nærliggjandi bæja komið á staðinn. Gríðarlegur hiti hefur verið á svæðinu í dag, þetta er heitasti dagur sumarsins hingað til, hitinn hefur víða farið yfir 40 gráður og í sumum strandbæjum á svæðinu er þetta heitasti dagur síðan mælingar hófust.
Spánn Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira