Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 20:51 Erik ten Hag fer vægast sagt illa af stað í stjóratíð sinni hjá Manchester United. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. „Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
„Það var barnalegt hvernig við spiluðum í dag. Við verðum að spila á beinskeyttari hátt til þess að snúa genginu við. Uppleggið var að lokka þá í pressu og spila svo löngum boltum í opin svæði. Okkur tókst að fá þá framarlega á völlinn og það var mikið svæði til þess að spila í. Við náðum hins vegar ekki að nýta okkur og spilamennskan var ekki í þeim gæðaflokki sem við viljum ná fram," sagði Erik ten Hag í samtali við Skysports eftir leikinn. Hollenski knattspyrnustjórinn gerði þrjár breytingar á liði sínu í hálfleik en Manchester United var 4-0 undir þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. „Ég gerði þrjár breytingar en ég hefði getað skipt öllum leikmönnum liðsins af velli. Þeir sem voru teknir af velli spiluðu ekkert verr en aðrir. Við vildum bara fá ferska orku inn á völlinn í seinni hálfleik. Við vorum með skýrt leikplan í þessum leik en það fór strax í vaskinn. Þetta tap hafði ekkert með taktískt upplegg mitt að gera. Þetta hefur bara með betri ákvarðanartöku og gæði í sendingum að gera. Leikmenn fylgdu leiðbeiningum mínum og spiluðu eins og ég vildi gera en við gerðum bara of mörg mistök. Fyrstu tvö mörkin til dæmis komu eftir einstaklingsmistök. Fótbolti er leikur mistaka og við verðum bara að vinna í að fækka þeim í næstu leikjum," sagði Erik ten Hag. Þurfum að bæta við gæðaleikmönnum „Liðið verður að axla ábyrgð. Ég bað þá um að spila með sjálfstrausti og sýna ábyrgð í verki. Það gerðu þeir ekki en ábyrgðin á mínum herðum er líka rík. Ég finn til með stuðningsmönnum liðsins eftir þessi úrslit,“ sagði Hollendingurinn. „Við þurfum að bæta við leikmönnum í hæsta gæðaflokki til þess að bæta liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum og við munum gera sem í okkar valdi stendur til þess að sannfæra þá leikmenn sem við höfum áhuga um að ganga til liðs við félagið," sagði hann enn fremur. Manchester United hefur verið orðað við Frenkie de Jong í allt sumar en hann virðist ekki vera að færast nær Old Trafford. Í vikunni var svo greint frá því að tilboði Manchester United í Marko Arnautovic hafi verið verið hafnað af Bologna. Betur gengur hins vegar í samningaviðræðum forráðamanna Manchester United við kollega þeirra hjá Juventus um kaup á Adrien Rabiot.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira