Slökkviliðsmenn voru að störfum í margar klukkustundir til að slökkva elda sem kviknuðu í kjölfar sprengingarinnar í Sumalu-markaði í eftirmiðdaginn í dag.
Ekki er enn vitað hvað olli sprengingunni en hér fyrir neðan má sjá myndband af Twitter sem sýnir frá augnablikinu sem sprengingin átti sér stað.
#URGENT : une puissante explosion sur le marché de gros de Surmalu, à #Erevan, ce dimanche matin a fait plusieurs victimes, selon les autorités. L origine de l explosion reste pour l heure indéterminée. #Surmalu #Armenia pic.twitter.com/Ehnee5mBFe
— LSI AFRICA (@lsiafrica) August 14, 2022
Björgunarsveitarmenn og sjálfboðaliðar leituðu að fólki sem enn var fast undir steinsteypurústum eftir sprenginguna. Armen Pambukhchyan, neyðarmálaráðherra, sagði að tvær systur hefðu verið dregnar lifandi úr rústunum og blaðamaður AP varð vitni að því þegar meðvitundarlaus drengur og slösuð kona voru dregin út úr rústunum.
Heilbrigðisráðuneyti Armeníu hefur staðfest dauðsfallið og fjölda særðra en þó er búist við því að þær tölur muni hækka eftir því sem líður á daginn.
