Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 18:40 Þessi börn komust án vandræða að eldgosinu í Meradölum. Litlu yngri börn mega ekki ganga þangað sem stendur. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. „Við alla útivist er mikilvægt að foreldrar sjái til þess að börn séu vel útbúin, bæði hvað varðar fatnað og annan nauðsynlegan búnað. Þá þurfa foreldrar að leggja mat á það hvort barnið sé í stakk búið til þess að takast á við aðstæður hverju sinni,“ segir í tilkynningu á vef Umboðsmanns barna. Sú tilkynning er gefin út í tilefni af því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að takmarka, að svo stöddu, aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Umboðsmaður, Salvör Nordal, segir einnig mikilvægt að foreldrar leggi mat á hvort börn séu í stakk búin til þess að takast á við aðstæður við gosstöðvarnar hverju sinni og hugi að loftgæðum og veðráttu. Salvör Nordal er Umboðsmaður barna.Vísir „Ef foreldrar eða forsjáraðilar bregðast skyldum sínum og koma börnum í aðstæður þar sem þeim er hætta búin þarf að bregðast við því og í ákveðnum tilfellum getur slíkt athæfi kallað á aðkomu lögreglu og barnaverndaryfirvalda,“ segir í tilkynningu. Mikilvægt að mismuna ekki börnum við töku ákvarðana Umboðsmaður barna leggur einnig áherslu á að ávallt þurfi að tryggja að réttindi barna séu vernduð og virt við töku ákvarðana og innleiðingu aðgerða sem takmarka réttindi þeirra. Takmarkanir verði aðeins settar á grundvelli laga og brýnnar nauðsynjar og mikilvægt sé að gæta meðalhófs og jafnræðis þegar ákvaðarðanir eru teknar. „Ákvörðun sem felur í sér takmarkanir á aðgengi barna að náttúrufyrirbærum sem öllum öðrum er heimilt að heimsækja, verða að byggja á skýrri lagaheimild, en slíkar ákvarðanir þarf jafnframt að kynna opinberlega og þá sérstaklega fyrir börnum og foreldrum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Umboðsmaður hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að innleitt verði mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins. Það sé liður í því að kanna hvort ákvarðanir samræmist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Réttindi barna Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Loftgæði Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
„Við alla útivist er mikilvægt að foreldrar sjái til þess að börn séu vel útbúin, bæði hvað varðar fatnað og annan nauðsynlegan búnað. Þá þurfa foreldrar að leggja mat á það hvort barnið sé í stakk búið til þess að takast á við aðstæður hverju sinni,“ segir í tilkynningu á vef Umboðsmanns barna. Sú tilkynning er gefin út í tilefni af því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að takmarka, að svo stöddu, aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Umboðsmaður, Salvör Nordal, segir einnig mikilvægt að foreldrar leggi mat á hvort börn séu í stakk búin til þess að takast á við aðstæður við gosstöðvarnar hverju sinni og hugi að loftgæðum og veðráttu. Salvör Nordal er Umboðsmaður barna.Vísir „Ef foreldrar eða forsjáraðilar bregðast skyldum sínum og koma börnum í aðstæður þar sem þeim er hætta búin þarf að bregðast við því og í ákveðnum tilfellum getur slíkt athæfi kallað á aðkomu lögreglu og barnaverndaryfirvalda,“ segir í tilkynningu. Mikilvægt að mismuna ekki börnum við töku ákvarðana Umboðsmaður barna leggur einnig áherslu á að ávallt þurfi að tryggja að réttindi barna séu vernduð og virt við töku ákvarðana og innleiðingu aðgerða sem takmarka réttindi þeirra. Takmarkanir verði aðeins settar á grundvelli laga og brýnnar nauðsynjar og mikilvægt sé að gæta meðalhófs og jafnræðis þegar ákvaðarðanir eru teknar. „Ákvörðun sem felur í sér takmarkanir á aðgengi barna að náttúrufyrirbærum sem öllum öðrum er heimilt að heimsækja, verða að byggja á skýrri lagaheimild, en slíkar ákvarðanir þarf jafnframt að kynna opinberlega og þá sérstaklega fyrir börnum og foreldrum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Umboðsmaður hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að innleitt verði mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins. Það sé liður í því að kanna hvort ákvarðanir samræmist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Réttindi barna Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Loftgæði Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira