Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 11:17 Þessi mynd er af sprengingunum á Saky-herflugvellinum á Krímskaga í síðustu viku. AP/UGC Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA segir engan hafa sakað í sprengingunum. Þá hefur miðillinn eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Rússa að skemmdir hafi orðið á rafmagnslínum, orkuveri, íbúðarhúsum og lestarteinum Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið flutt af svæðinu. Myndbönd af sprengingunum hafa verið í dreifingu á netinu í morgun. And that's quite a big bang. There was obviously a significant amount of ammunition stored at this dump... pic.twitter.com/68MtdJs3Un— Jimmy (@JimmySecUK) August 16, 2022 Vika er síðan nokkrar sprengingar urðu á flugstöð rússneska hersins á Krímskaga. Rússneskir embættismenn hafa þvertekið fyrir að það hafi verið árás og segja sprengingarnar ekki hafa skemmt neitt og að engan hafi sakað. Sjá einnig: Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga Eins og frægt er, þá réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu árið 2014. Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum sótt rólega fram gegn Rússum í Kherson, eftir að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, skipaði hernum að frelsa héraðið undan Rússum. Forsetinn hefur einnig sagt að Krímskagi verði sömuleiðis frelsaður. Úkraínumenn hafa verið að nota eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem kallast HIMARS, til að gera árásir á birgðastöðvar, stjórnstöðvar og brýr í Kherson til að gera Rússum erfiðarar um vik með að flytja birgðir og liðsauka á svæðið. Enn sem komið er hefur gagnárás Úkraínumanna í Kherson þó ekki náð miklum árangri. Það sama má segja um sóknir Rússa á Donbas-svæðinu. Þær hafa náð takmörkuðum árangri á undanförnum vikum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50 Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19 Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Frelsun Krímskaga forsenda stríðsloka, segir Selenskí Stríðið í Úkraínu hófst með innlimun Krímskaga og mun aðeins enda með frelsun hans, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Selenskí segir Krímskaga tilheyra Úkraínu og að Úkraínumenn muni aldrei gefa hann eftir. 10. ágúst 2022 07:50
Medvedev segir Nató dreifa sér eins og krabbamein Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hvorki Úkraínumenn né bandamenn þeirra myndu ganga til viðræðna við Rússa ef þeir efndu til atkvæðagreiðsla um innlimun á hernumdum svæðum. Rússar hafa náð stórum svæðum á sitt vald í austur- og suðurhluta Úkraínu, þar sem leppstjórnir þeirra hafa ítrekað boðað íbúakosningu um sameiningu við Rússland. 8. ágúst 2022 12:19
Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 8. ágúst 2022 10:25