Davíð Örn frá næstu vikurnar: „Nárinn fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 15:31 Davíð Örn Atlason var borinn af velli í fyrri hálfleik. Vísir/Hulda Margrét Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, þurfti að fara af velli í stórleik Bestu deildar karla í gærkvöld eftir að meiðast á nára í fyrri hálfleik. Hann bíður nú eftir að komast í ómskoðun til að fá nánari greiningu á meiðslunum. Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07